Gleymist raunhagkerfið enn? Skjóðan skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira