Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Andri Ólafsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 16. febrúar 2015 07:00 Kona sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana um helgina var færð fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness klukkan þrjú í gærdag þar sem kveðinn var upp yfir henni gæsluvarðhaldsúrskurður. Fréttablaðið/Stefán Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira