Eltum peningana Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. febrúar 2015 10:30 Gott og vel. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur tekið af öll tvímæli um að hann vill að skattaskjólsgögnin verði keypt. Hann hefur gert annað og meira. Hann hefur upplýst að ljóst sé að í gögnunum eru vísbendingar um skattaundanskot. Þar með er ljóst að gögnin verða keypt. Annað kemur ekki til greina og annað verður ekki samþykkt. Óvenju mikil spenna varð í þessu máli þegar Bjarni varð ekki sjálfum sér líkur. Hann stóð í gustinum á tröppum stjórnarráðshússins við Lækjargötu og jós skömmum yfir skattrannsóknarstjóra ríkisins. Bjarni var reiðari, sótti fastar að annarri manneskju en við eigum að venjast af honum. Bjarni á til að vera harðorður í þinginu, í pólitískum átökum. Nú bar nýtt við. Bjarni segist hafa verið óþolinmóður, að sér hafi þótt Embætti skattrannsóknarstjóra hafa tekið sér of langan tíma í þessu annars viðkvæma máli. Leiðin að lokasvari ráðuneytisins var löng. En það er komið. „…að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins.“ Sem sagt, Bjarni, eða réttara sagt fjármálaráðuneytið, samþykkir að borga fyrir gögnin, sé það vilji skattrannsóknarstjóra að kaupa þau. Til þess að af kaupunum geti orðið þarf að vinna áfram í málinu, tæknilegar hindranir kunna að vera í veginum. Mikill ávinningur kann að vera af kaupunum. Á sama tíma verður að viðurkennast að vandmeðfarið er fyrir ríkissjóð að eiga í viðskiptum við óþekktan seljanda sem hugsanlega falbýður illa fengin gögn. Það eru sjónarmið. Önnur og veigameiri eru þau rök að með gögnunum sé tvennt undir. Það fyrra að ríkissjóður fái það sem honum ber frá þeim sem hafa komið sér undan að taka fullan og lagalegan þátt í uppbyggingu og viðhaldi samfélagsins. Það er skylda þeirra sem hafa flúið með auðæfi í skattaskjól. Að auki er brot á lögum að skjóta tekjum og eignum undan sköttum. Það er refsivert og mikilvægt er að þeir sem hafa gerst brotlegir taki afleiðingum gerða sinna. Svara verður hvort amnesty-ákvæði eigi við í þessu máli. Á að gefa skattsvikurum kost á að gera hreint fyrir sínum dyrum? Gera þeim kleift að játa á sig sakir gegn því að þeir sleppi við refsingar, aðrar en viðeigandi skattgreiðslur, sektir og vexti en þeir sleppi við refsidómsmál á hendur sér? Þetta kann að verða mikið deilumál og átakamál. Bjarni átti ekki annan kost en að koma fram og tala við fjölmiðla. Svo mikið var málið farið að þrengja að honum, skaða hann pólitískt. Bjarni átti heldur ekki annan kost en taka vel í að kaupa gögnin dularfullu. Ásakanir á hann eru og hafa verið alvarlegar. Bjarna hefur verið borið á brýn að hann hafi viljað koma í veg fyrir kaupin, að hann hafi þar með viljað torvelda rannsóknir, hugsanlega á vinum sínum og ættingjum, og til að hreinsa sig af þeim áburði verður hann að láta hug fylgja máli. Það hefur hann gert. Nú verður ekki aftur snúið. Það á að elta peningana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun
Gott og vel. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur tekið af öll tvímæli um að hann vill að skattaskjólsgögnin verði keypt. Hann hefur gert annað og meira. Hann hefur upplýst að ljóst sé að í gögnunum eru vísbendingar um skattaundanskot. Þar með er ljóst að gögnin verða keypt. Annað kemur ekki til greina og annað verður ekki samþykkt. Óvenju mikil spenna varð í þessu máli þegar Bjarni varð ekki sjálfum sér líkur. Hann stóð í gustinum á tröppum stjórnarráðshússins við Lækjargötu og jós skömmum yfir skattrannsóknarstjóra ríkisins. Bjarni var reiðari, sótti fastar að annarri manneskju en við eigum að venjast af honum. Bjarni á til að vera harðorður í þinginu, í pólitískum átökum. Nú bar nýtt við. Bjarni segist hafa verið óþolinmóður, að sér hafi þótt Embætti skattrannsóknarstjóra hafa tekið sér of langan tíma í þessu annars viðkvæma máli. Leiðin að lokasvari ráðuneytisins var löng. En það er komið. „…að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins.“ Sem sagt, Bjarni, eða réttara sagt fjármálaráðuneytið, samþykkir að borga fyrir gögnin, sé það vilji skattrannsóknarstjóra að kaupa þau. Til þess að af kaupunum geti orðið þarf að vinna áfram í málinu, tæknilegar hindranir kunna að vera í veginum. Mikill ávinningur kann að vera af kaupunum. Á sama tíma verður að viðurkennast að vandmeðfarið er fyrir ríkissjóð að eiga í viðskiptum við óþekktan seljanda sem hugsanlega falbýður illa fengin gögn. Það eru sjónarmið. Önnur og veigameiri eru þau rök að með gögnunum sé tvennt undir. Það fyrra að ríkissjóður fái það sem honum ber frá þeim sem hafa komið sér undan að taka fullan og lagalegan þátt í uppbyggingu og viðhaldi samfélagsins. Það er skylda þeirra sem hafa flúið með auðæfi í skattaskjól. Að auki er brot á lögum að skjóta tekjum og eignum undan sköttum. Það er refsivert og mikilvægt er að þeir sem hafa gerst brotlegir taki afleiðingum gerða sinna. Svara verður hvort amnesty-ákvæði eigi við í þessu máli. Á að gefa skattsvikurum kost á að gera hreint fyrir sínum dyrum? Gera þeim kleift að játa á sig sakir gegn því að þeir sleppi við refsingar, aðrar en viðeigandi skattgreiðslur, sektir og vexti en þeir sleppi við refsidómsmál á hendur sér? Þetta kann að verða mikið deilumál og átakamál. Bjarni átti ekki annan kost en að koma fram og tala við fjölmiðla. Svo mikið var málið farið að þrengja að honum, skaða hann pólitískt. Bjarni átti heldur ekki annan kost en taka vel í að kaupa gögnin dularfullu. Ásakanir á hann eru og hafa verið alvarlegar. Bjarna hefur verið borið á brýn að hann hafi viljað koma í veg fyrir kaupin, að hann hafi þar með viljað torvelda rannsóknir, hugsanlega á vinum sínum og ættingjum, og til að hreinsa sig af þeim áburði verður hann að láta hug fylgja máli. Það hefur hann gert. Nú verður ekki aftur snúið. Það á að elta peningana.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun