Glötuð tækifæri – framtíðin hverfur úr landi Skjóðan skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Þriðja stærsta fyrirtæki landsins er á förum. Promens, alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði sem á rætur að rekja til Sæplasts á Dalvík, neyðist til að flytja frá Íslandi til að geta áfram keppt á alþjóðlegum markaði. Promens er ekki einsdæmi. Fleiri alþjóðleg fyrirtæki eiga í vaxandi erfiðleikum með að keppa á alþjóðamörkuðum úr höftum á Íslandi. Úr þessum hópi má nefna CCP, Marel og Össur, fyrir utan öll sprotafyrirtækin sem ekki komast á legg og hin, sem neyðast til að selja sig til útlanda til að dafna. Seðlabankinn hefur að einhverju marki veitt þessum alþjóðlegu fyrirtækjum undanþágur frá hinum ströngu gjaldeyrishöftum en það dugar ekki til. Fjárfestar forðast fyrirtæki innan haftamúra. Kornið sem fyllti mælinn hjá Promens var synjun á undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að flytja nokkra tugi milljóna evra úr landi til fjárfestingar í vexti fyrirtækisins. Forsætisráðherra gerir lítið úr þessari ástæðu og heldur því fram að Promens hefði rétt eins getað tekið lán erlendis eins og að flytja fjármuni héðan. Þetta er skætingur hjá ráðherranum. Eitt meginverkefni hans og ríkisstjórnarinnar allrar er að aflétta gjaldeyrishöftunum en ekki réttlæta þau eða gera lítið úr. Til þess að aflétta gjaldeyrishöftum þarf að ganga frá þrotabúum gömlu bankanna. Heppilegast er að það gerist með samningum við fulltrúa kröfuhafa en slitastjórnirnar virðast ekki á þeim buxunum að ljúka slitum. Þær eru með viðskiptaáætlun fram til ársins 2019 sem bendir til þess að þær ætli sér að sitja við glóðirnar og skara eld að eigin köku í alla vega 11 ár frá hruni. Á meðan tapar þjóðarbúið milljarðatugum vegna þeirrar fjárfestingar, sem ekki verður, og hinnar, sem hverfur úr landi, vegna þess að gjaldeyrishöftin fella Ísland úr leik. Það er langsótt að raunverulegir erlendir fjárfestar hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka eins og fregnir berast reglulega um frá slitastjórn Glitnis. Því má ekki dragast að grípa til þeirra aðgerða sem þarft til að aflétta höftunum. Það þarf að gera upp slitabúin. Það þarf að tryggja að mögulegt fall krónunnar setji hagkerfið ekki á hliðina með stökkbreytingu á verðtryggðum lánum fyrirtækja og heimila, sem ekki þola annað áfall á borð við það sem varð árið 2008. Lykilatriði við afnám hafta er jafnframt að stjórnvöld verði búin að marka stöðugleikastefnu í efnahags- og peningamálum til framtíðar. Stöðugleiki í peningamálum verður aldrei tryggður með krónunni eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar reyna þó að telja sjálfum sér og öðrum trú um. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira