Gullið var ekki til sölu á HM í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 2. febrúar 2015 07:00 Frakkarnir Thierry Omeyer, Nikola og Luka Karabatic og Cedric Sorhaind fagna í gær. Vísir/Getty Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Frakkland varð í gær heimsmeistari í handbolta eftir sigur á Katar í úrslitaleik á HM í Doha, 25-22. Ólseigir heimamenn voru þó meisturunum verðandi erfiðir en Frakkar, sem tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks, leiddu allt til loka. Fyrr um dag tryggði Pólland sér bronsið eftir sigur á Spáni í framlengdri spennuviðureign. „Við spiluðum frábæran handbolta í 45 mínútur en Frakkar sýndu yfirburði sína fyrsta korterið. Það kom í ljós í dag að við erum með nýtt lið,“ sagði Spánverjinn Valero Rivera, landsliðsþjálfari Katars. Sama hvað menn reyna að fegra hlutina þá keypti Katar sér handboltalandslið fyrir þetta mót. Engar reglur voru brotnar og Rivera náði að setja saman sterkt lið sem með eilítilli heppni, og jafnvel smá örðu af heimadómgæslu inn á milli, fór alla leið í úrslitaleikinn. Þar barðist liðið hetjulega gegn ógnarsterku frönsku liði sem er nú handhafi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistaratitlanna. „Það var mikilvægt fyrir okkur að vinna EM í fyrra,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka, á blaðamannafundinum eftir leik. „Við erum með ungt lið – þó svo að við séum með nokkra reynslumikla með – og ég vissi ekki að þetta lið væri tilbúið til að vinna aftur nú. Þetta var próf fyrir okkur og strákarnir stóðu sig gríðarlega vel.“ Mönnum er nú spurn hvort að uppgangur katarsks handbolta sé aðeins rétt að byrja. Rivera segist í það minnsta stefna á að koma liðinu á Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Liðinu standa tvær leiðir til boða - að verða Asíumeistari á næsta ári eða í gegnum undankeppni Ólympíuleikanna. „Við viljum halda áfram okkar vinnu. Ef við ætlum að ná enn frekari árangri þá þurfum við að halda áfram að leggja á okkur mikla vinnu. Við höfum getuna og allt sem þarf til að ná langt og ef við leggjum mikla vinnu á okkur þá munum við spila á næstu Ólympíuleikum.“ Rivero hefur neitað að svara spurningum um nokkuð annað en handbolta. Það sem handboltaheimurinn lærði þó af þessu móti er að það virðist mun minna mál en menn héldu að kaupa sér landslið sem getur staðist þeim allra bestu snúning. Gullið var þó ekki til sölu í þetta skiptið en öllum má vera ljóst að það virðist nú aðeins vera tímaspursmál, nema að stórtækar breytingar verði gerðar á reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins. Miðað við núverandi landslag virðast þær breytingar ekki í aðsigi.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35 Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45 Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14 Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur Luka Karabatic spilaði vel í frönsku vörninni í úrslitaleiknum gegn Katar. 1. febrúar 2015 20:35
Gajić markakóngur HM í Katar | Heimamenn með tvo á topp 5 Slóveninn Dragan Gajić varð markakóngur HM 2015 í Katar. 1. febrúar 2015 22:45
Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið. 1. febrúar 2015 20:14
Omeyer: Síðustu fjórir leikirnir voru þeir bestu hjá okkur Thierry Omeyer varð í dag heimsmeistari í fjórða sinn. 1. febrúar 2015 20:19