Barnshafandi í mansalsmáli Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 2. febrúar 2015 07:00 Ung kona er stödd hér á landi og leikur sterkur grunur á mansali. Hún er barnshafandi. Þrjár barnshafandi konur dvöldu í Kristínarhúsi árið 2012. nordicphotos/getty Lögreglan fékk tíu ábendingar um mansal sem hún fylgir eftir í kjölfar umfjöllunar um mansal í Fréttablaðinu. Frá þessu greinir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum, sem rannsakað hefur mansalsmál og staðið fyrir fræðslu um þau undanfarin ár. Töluverður fjöldi mansalsmála kemur til kasta lögreglu í umdæminu, fimm til tíu á ári. „Málin eru af ýmsum toga, fíkniefni, vegabréfafalsanir, vændi og síðan skoðun á aðstæðum í tengslum við nauðungarvinnu. Það er algjörlega fyrir utan upplýsingar sem okkur berast og tengjast þá jafnvel öðrum embættum þar sem við komum upplýsingum áleiðis þangað og þau stofna til rannsóknar á.“ Snorri staðfestir að síðustu mál sem voru til rannsóknar hjá lögreglunni vörðuðu vegabréfafölsun. Ung kínversk kona kom á fölsuðu vegabréfi til landsins fyrir áramót og lögreglan var sannfærð um að um mansal væri að ræða. Það tókst ekki að færa sönnur á það og hún var dæmd fyrir fölsunina. Þá er stödd hér á landi ung barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún sýnir öll einkenni mansals en afþakkar alla aðstoð. Hún hefur sótt um hæli hér á landi. Þegar einstaklingur afþakkar aðstoð með þessum hætti er lítið sem lögregla getur aðhafst í málinu og því telst því lokið í bili.Sjá einnig: Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Barnshafandi konur til landsins Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunuð mansalsfórnarlömb koma barnshafandi til landsins. Þrjár barnshafandi konur dvöldu í Kristínarhúsi árið 2012 og fengu aðstoð sem mansalsfórnarlömb. Hins vegar er engin vitneskja um það hvers vegna þær komu til landsins. Konurnar fengust ekki til að segja nánar frá aðstæðum sínum. Snorri segist ekki geta tjáð sig um mál einstaklinga en segir mál af þessu tagi afar erfið viðureignar. Þar sem úrræði séu af skornum skammti sé lítið að bjóða mansalsfórnarlömbum. Þau hafi litla ástæðu til þess að treysta þeim sem þau mæta hér á landi. Fórnarlömb mansals yfirfæri oft reynslu af spilltum yfirvöldum í heimalandinu yfir á íslenska lögreglu. „Það er langerfiðast að öðlast traust fórnarlamba og hvert mál tekur langan tíma í rannsókn vegna þess. Þá er fórnarlömbunum stundum hótað með þeim hætti að mjög erfitt reynist að ná trausti þeirra. Við stöndum til dæmis ráðalaus gagnvart tilfellum þar sem nígerískar konur eru látnar sverja eiða. Þær trúa því að haldi þær ekki eiðinn gerist eitthvað hræðilegt. Þeir einu sem geta aflétt eið sem þessum eru kaþólskir prestar. Við höfum reynt að fá þá okkur til aðstoðar en með litlum árangri.“Vita ekki að þau eru fórnarlömb Snorri segir marga þá sem koma á fölsuðum vegabréfum í von um betra líf og vinnu í öðru landi oft ekki vita að þeir eru fórnarlömb. „Fyrir þeim eru þau ekki fórnarlömb. Við erum gegnumstreymis land og síðasti öryggisventillinn áður en fólkið gengur í gildruna. Þess vegna þurfum við að fræða fólk í vegabréfsskoðun. Við erum ekki bara að leita að stolnum eða fölsuðum vegabréfum, við erum líka að leita eftir einkennum mansals. Þá leitum við eftir ýmsum öðrum ummerkjum mansals, það er til dæmis algengt að það sé fylgdarmaður með í för.“ Snorri segir mikla þörf á úrræðum til handa fórnarlömbum mansals og skorturinn á þeim hamli rannsókn á málum. „Kvennaathvarfið er eina skjólið í dag en hentar ekki alltaf því fórnarlömb eru líka karlmenn. Það þarf að bæta úr þessu.“ Í umfjöllun síðustu vikna hefur komið fram að fá mál hafa komið til kasta dómstóla. Snorri bendir á að það þurfi að fá erlenda dómara til landsins til þess að deila reynslu sinni. „Við þurfum að fá dómara á Norðurlöndum til liðs við okkur og til að fræða dómara hér á landi um mansal. Það þarf algjöra viðhorfsbreytingu.“Sjá einnig: Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaráætlun gegn mansaliLokun Kristínarhúss hefur skaðleg áhrif á rannsókn Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kom nokkrum meintum fórnarlömbum mansals fyrir í Kristínarhúsi meðan á meðferð mála stóð hjá embættinu. Ekki var skilgreint hvort konurnar sem dvöldu í Kristínarhúsi hafi verið fórnarlömb mansals eða vændis, enda oft óljós mörk þar á milli. Lokun Kristínarhúss hefur haft áhrif á vinnslu mansalsmála. Þegar ekki er lengur fyrir hendi öruggt skjól fyrir mansalsfórnarlömb er erfitt fyrir lögreglu og félagsþjónustu að vinna traust fórnarlambanna sem getur bæði haft skaðleg áhrif á rannsókn máls og bata fórnarlambs. Þrjár barnshafandi konur dvöldu í Kristínarhúsi árið 2012. Allar þóttu líklegar til að vera fórnarlömb mansals. Aldrei fengust þó skýringar á því hvers vegna þær komu til landsins. Í Kristínarhúsi fæddist lítið stúlkubarn það árið og til marks um bágar aðstæður brugðu starfskonur hússins á það ráð að auglýsa á Facebook eftir ungbarnafötum, vöggu eða rúmi fyrir barnið. Viðbrögð voru vonum framar. Ábyrgð á öruggri neyðarvistun, stuðningi og ráðgjöf til handa fórnarlömbum mansals er innanríkisráðuneytis. Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali á að tryggja velferð fórnarlamba svo ljúka megi rannsókn mála og trygga bata. Fréttaskýringar Mansal í Vík Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Lögreglan fékk tíu ábendingar um mansal sem hún fylgir eftir í kjölfar umfjöllunar um mansal í Fréttablaðinu. Frá þessu greinir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum, sem rannsakað hefur mansalsmál og staðið fyrir fræðslu um þau undanfarin ár. Töluverður fjöldi mansalsmála kemur til kasta lögreglu í umdæminu, fimm til tíu á ári. „Málin eru af ýmsum toga, fíkniefni, vegabréfafalsanir, vændi og síðan skoðun á aðstæðum í tengslum við nauðungarvinnu. Það er algjörlega fyrir utan upplýsingar sem okkur berast og tengjast þá jafnvel öðrum embættum þar sem við komum upplýsingum áleiðis þangað og þau stofna til rannsóknar á.“ Snorri staðfestir að síðustu mál sem voru til rannsóknar hjá lögreglunni vörðuðu vegabréfafölsun. Ung kínversk kona kom á fölsuðu vegabréfi til landsins fyrir áramót og lögreglan var sannfærð um að um mansal væri að ræða. Það tókst ekki að færa sönnur á það og hún var dæmd fyrir fölsunina. Þá er stödd hér á landi ung barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún sýnir öll einkenni mansals en afþakkar alla aðstoð. Hún hefur sótt um hæli hér á landi. Þegar einstaklingur afþakkar aðstoð með þessum hætti er lítið sem lögregla getur aðhafst í málinu og því telst því lokið í bili.Sjá einnig: Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Barnshafandi konur til landsins Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunuð mansalsfórnarlömb koma barnshafandi til landsins. Þrjár barnshafandi konur dvöldu í Kristínarhúsi árið 2012 og fengu aðstoð sem mansalsfórnarlömb. Hins vegar er engin vitneskja um það hvers vegna þær komu til landsins. Konurnar fengust ekki til að segja nánar frá aðstæðum sínum. Snorri segist ekki geta tjáð sig um mál einstaklinga en segir mál af þessu tagi afar erfið viðureignar. Þar sem úrræði séu af skornum skammti sé lítið að bjóða mansalsfórnarlömbum. Þau hafi litla ástæðu til þess að treysta þeim sem þau mæta hér á landi. Fórnarlömb mansals yfirfæri oft reynslu af spilltum yfirvöldum í heimalandinu yfir á íslenska lögreglu. „Það er langerfiðast að öðlast traust fórnarlamba og hvert mál tekur langan tíma í rannsókn vegna þess. Þá er fórnarlömbunum stundum hótað með þeim hætti að mjög erfitt reynist að ná trausti þeirra. Við stöndum til dæmis ráðalaus gagnvart tilfellum þar sem nígerískar konur eru látnar sverja eiða. Þær trúa því að haldi þær ekki eiðinn gerist eitthvað hræðilegt. Þeir einu sem geta aflétt eið sem þessum eru kaþólskir prestar. Við höfum reynt að fá þá okkur til aðstoðar en með litlum árangri.“Vita ekki að þau eru fórnarlömb Snorri segir marga þá sem koma á fölsuðum vegabréfum í von um betra líf og vinnu í öðru landi oft ekki vita að þeir eru fórnarlömb. „Fyrir þeim eru þau ekki fórnarlömb. Við erum gegnumstreymis land og síðasti öryggisventillinn áður en fólkið gengur í gildruna. Þess vegna þurfum við að fræða fólk í vegabréfsskoðun. Við erum ekki bara að leita að stolnum eða fölsuðum vegabréfum, við erum líka að leita eftir einkennum mansals. Þá leitum við eftir ýmsum öðrum ummerkjum mansals, það er til dæmis algengt að það sé fylgdarmaður með í för.“ Snorri segir mikla þörf á úrræðum til handa fórnarlömbum mansals og skorturinn á þeim hamli rannsókn á málum. „Kvennaathvarfið er eina skjólið í dag en hentar ekki alltaf því fórnarlömb eru líka karlmenn. Það þarf að bæta úr þessu.“ Í umfjöllun síðustu vikna hefur komið fram að fá mál hafa komið til kasta dómstóla. Snorri bendir á að það þurfi að fá erlenda dómara til landsins til þess að deila reynslu sinni. „Við þurfum að fá dómara á Norðurlöndum til liðs við okkur og til að fræða dómara hér á landi um mansal. Það þarf algjöra viðhorfsbreytingu.“Sjá einnig: Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaráætlun gegn mansaliLokun Kristínarhúss hefur skaðleg áhrif á rannsókn Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kom nokkrum meintum fórnarlömbum mansals fyrir í Kristínarhúsi meðan á meðferð mála stóð hjá embættinu. Ekki var skilgreint hvort konurnar sem dvöldu í Kristínarhúsi hafi verið fórnarlömb mansals eða vændis, enda oft óljós mörk þar á milli. Lokun Kristínarhúss hefur haft áhrif á vinnslu mansalsmála. Þegar ekki er lengur fyrir hendi öruggt skjól fyrir mansalsfórnarlömb er erfitt fyrir lögreglu og félagsþjónustu að vinna traust fórnarlambanna sem getur bæði haft skaðleg áhrif á rannsókn máls og bata fórnarlambs. Þrjár barnshafandi konur dvöldu í Kristínarhúsi árið 2012. Allar þóttu líklegar til að vera fórnarlömb mansals. Aldrei fengust þó skýringar á því hvers vegna þær komu til landsins. Í Kristínarhúsi fæddist lítið stúlkubarn það árið og til marks um bágar aðstæður brugðu starfskonur hússins á það ráð að auglýsa á Facebook eftir ungbarnafötum, vöggu eða rúmi fyrir barnið. Viðbrögð voru vonum framar. Ábyrgð á öruggri neyðarvistun, stuðningi og ráðgjöf til handa fórnarlömbum mansals er innanríkisráðuneytis. Samkvæmt aðgerðaáætlun gegn mansali á að tryggja velferð fórnarlamba svo ljúka megi rannsókn mála og trygga bata.
Fréttaskýringar Mansal í Vík Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00