Verð betri móðir ef ég get fengið útrás Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Frábær frammistaða. Kristín Guðmunsdóttir skoraði 16 af 26 mörkum Vals í sigri á liði Fram sem hafði ekki tapað á heimavelli í vetur. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var svolítið mikið gaman. Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik því metið mitt var fjórtán. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir um leikinn í fyrrakvöld þegar hún skoraði sextán mörk í óvæntum 26-23 sigri Vals á Fram í Olís-deild kvenna. Kristín og Stefán Arnarson, núverandi þjálfari Fram, unnu sex stóra titla saman með Val á síðustu fimm árum og Kristín viðurkennir að það hafi aðeins kveikt í sér að mæta gamla þjálfaranum. „Það kveikir oft meira í manni að spila á móti leiðinlegum leikmanni en það var samt gaman að vinna Stefán. Við Stefán spjöllum oft saman enda er hann er eiginlega búinn að þjálfa mig síðan að ég var sextán ára,“ segir Kristín. Stefán reyndi þó allt til að stoppa sinn gamla leikmann. „Hann tók mig úr umferð í 45 mínútur. Við erum með ágætis kerfi þar sem Silla (Sigurlaug Rúnarsdóttir) og þær sem eru á miðjunni ná að losa mig. Þá komst ég alltaf í frítt skot og þetta kerfi var að ganga upp hjá okkur,“ segir Kristín, en Valsliðið hefur lent mikið í því í vetur að mótherjarnir reyni að taka aðalskyttu liðsins úr umferð. Kristín segir að handboltinn gefi sér mikið. „Ég er í hundrað prósent vinnu, með risaheimili og þrjú börn. Ég þarf því að skipuleggja mig vel og met það svo mikils að fá að fara á hverja einustu æfingu. Mér finnst alltaf gaman á æfingum og ég fæ fullt út úr því. Maður verður bara betri móðir fyrir vikið ef maður getur aðeins farið og fengið útrás. Þá kemur maður bara einbeittari til leiks á heimilinu á eftir,“ segir Kristin. Hún hefur skorað 10,2 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjum liðsins á árinu 2015.Krossfittið gefur henni mikið „Ég er búin að vera dugleg að æfa og fer alltaf reglulega í krossfittið á sumrin. Ég tel það mikilvægara þegar það er frí að vera í krossfitti heldur en í handboltanum,“ segir Kristín og jólamánuðurinn var vel nýttur. „Um jólin gat ég aftur farið að fara í krossfittið því þá var ekki svona mikil leikjatörn. Krossfittið er alveg að hjálpa mér og ég vildi að ég gæti verið meira í því. Ég byrjaði í krossfittinu árið 2010 og það hefur hjálpað mér í gegnum þessa Íslandsmeistaratitla að vera í því,“ segir Kristín. „Ég hef rosalega gaman af því að geta sýnt þessum stelpum sem eru hættar og eiga börn heima að þetta er alveg hægt,“ segir Kristín og hún fann einnig til mikillar ábyrgðar í haust þegar Íslandsmeistaralið Vals hvarf næstum því á einu bretti.Ætlaði að hætta í haust „Ég ætlaði bara að hætta í haust þegar allar hættu. Núna var ég farin að æfa með stelpum sem eru tuttugu árum yngri og átti kannski ekki mikla samleið með þeim nema bara handboltalega. Óskar (Bjarni Óskarsson) er bara svo flottur þjálfari og það er gaman á æfingum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 37 ára eða 16 ára,“ segir Kristín. „Ég horfði upp á mitt uppeldisfélag, Víking, fara til fjandans um árið þegar það var gefið upp á bátinn. Þú kemst ekki svo auðveldlega aftur inn. Í haust þegar það lá næstum því fyrir að Valur myndi ekki vera með lið þá gat ég ekki hugsað mér það. Ég er í dag orðin Valsari og það er fullt af flottum stelpum þarna. Ég hugsaði bara að við yrðum að hjálpa þessu áfram. Það er líka það sem Begga (Berglind Íris Hansdóttir markvörður) er að hugsa um núna, koma aðeins og hjálpa okkur og kenna þessum ungu stelpum,“ segir Kristín og sigurinn á Fram mun gefa liðinu mikið. „Þetta er svo stórt í reynslubankann fyrir þessar ungu stelpur að geta sýnt sjálfum sér það að þetta er alveg hægt. Við eigum fullt erindi í þetta,“ segir Kristín og hefur hún ekki bara gott af því að vera í kringum ungu stelpurnar? „Ég held bara að þessar stelpur yngi mig bara upp. Ég er farin að klæða mig og greiða mér eins og þær og er ég ekki bara farin að líta út eins og ég sé sextán,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið gaman. Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik því metið mitt var fjórtán. Það gekk eiginlega allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir um leikinn í fyrrakvöld þegar hún skoraði sextán mörk í óvæntum 26-23 sigri Vals á Fram í Olís-deild kvenna. Kristín og Stefán Arnarson, núverandi þjálfari Fram, unnu sex stóra titla saman með Val á síðustu fimm árum og Kristín viðurkennir að það hafi aðeins kveikt í sér að mæta gamla þjálfaranum. „Það kveikir oft meira í manni að spila á móti leiðinlegum leikmanni en það var samt gaman að vinna Stefán. Við Stefán spjöllum oft saman enda er hann er eiginlega búinn að þjálfa mig síðan að ég var sextán ára,“ segir Kristín. Stefán reyndi þó allt til að stoppa sinn gamla leikmann. „Hann tók mig úr umferð í 45 mínútur. Við erum með ágætis kerfi þar sem Silla (Sigurlaug Rúnarsdóttir) og þær sem eru á miðjunni ná að losa mig. Þá komst ég alltaf í frítt skot og þetta kerfi var að ganga upp hjá okkur,“ segir Kristín, en Valsliðið hefur lent mikið í því í vetur að mótherjarnir reyni að taka aðalskyttu liðsins úr umferð. Kristín segir að handboltinn gefi sér mikið. „Ég er í hundrað prósent vinnu, með risaheimili og þrjú börn. Ég þarf því að skipuleggja mig vel og met það svo mikils að fá að fara á hverja einustu æfingu. Mér finnst alltaf gaman á æfingum og ég fæ fullt út úr því. Maður verður bara betri móðir fyrir vikið ef maður getur aðeins farið og fengið útrás. Þá kemur maður bara einbeittari til leiks á heimilinu á eftir,“ segir Kristin. Hún hefur skorað 10,2 mörk að meðaltali í fyrstu fimm leikjum liðsins á árinu 2015.Krossfittið gefur henni mikið „Ég er búin að vera dugleg að æfa og fer alltaf reglulega í krossfittið á sumrin. Ég tel það mikilvægara þegar það er frí að vera í krossfitti heldur en í handboltanum,“ segir Kristín og jólamánuðurinn var vel nýttur. „Um jólin gat ég aftur farið að fara í krossfittið því þá var ekki svona mikil leikjatörn. Krossfittið er alveg að hjálpa mér og ég vildi að ég gæti verið meira í því. Ég byrjaði í krossfittinu árið 2010 og það hefur hjálpað mér í gegnum þessa Íslandsmeistaratitla að vera í því,“ segir Kristín. „Ég hef rosalega gaman af því að geta sýnt þessum stelpum sem eru hættar og eiga börn heima að þetta er alveg hægt,“ segir Kristín og hún fann einnig til mikillar ábyrgðar í haust þegar Íslandsmeistaralið Vals hvarf næstum því á einu bretti.Ætlaði að hætta í haust „Ég ætlaði bara að hætta í haust þegar allar hættu. Núna var ég farin að æfa með stelpum sem eru tuttugu árum yngri og átti kannski ekki mikla samleið með þeim nema bara handboltalega. Óskar (Bjarni Óskarsson) er bara svo flottur þjálfari og það er gaman á æfingum. Það skiptir engu máli hvort þú ert 37 ára eða 16 ára,“ segir Kristín. „Ég horfði upp á mitt uppeldisfélag, Víking, fara til fjandans um árið þegar það var gefið upp á bátinn. Þú kemst ekki svo auðveldlega aftur inn. Í haust þegar það lá næstum því fyrir að Valur myndi ekki vera með lið þá gat ég ekki hugsað mér það. Ég er í dag orðin Valsari og það er fullt af flottum stelpum þarna. Ég hugsaði bara að við yrðum að hjálpa þessu áfram. Það er líka það sem Begga (Berglind Íris Hansdóttir markvörður) er að hugsa um núna, koma aðeins og hjálpa okkur og kenna þessum ungu stelpum,“ segir Kristín og sigurinn á Fram mun gefa liðinu mikið. „Þetta er svo stórt í reynslubankann fyrir þessar ungu stelpur að geta sýnt sjálfum sér það að þetta er alveg hægt. Við eigum fullt erindi í þetta,“ segir Kristín og hefur hún ekki bara gott af því að vera í kringum ungu stelpurnar? „Ég held bara að þessar stelpur yngi mig bara upp. Ég er farin að klæða mig og greiða mér eins og þær og er ég ekki bara farin að líta út eins og ég sé sextán,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira