Með vinnustofuna í gömlu fjósi Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 09:00 Vinnustofa Huldu er gamalt fjós sem hún gerði upp ásamt börnum sínum. Mynd/AuðunnNíelsson „Þetta byrjaði á þessum ljóðum og textum sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við. Setti þau inn í dagbækurnar mínar og geymdi. Svo ákvað ég að prufa að setja textana á myndir, setti þær í sölu og það gekk rosalega vel,“ segir Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013. Hulda selur einnig tækifæriskort, dagatöl, hjörtu úr plexígleri, hjartalaga kertabera úr lituðu plexígleri og fleira. Hún segir hugrekki hafa þurft til að opinbera ljóðin. „Þess vegna byrjaði ég rosalega varlega með þessum myndum og fékk svo ótrúlega góð viðbrögð að ég ákvað að þora,“ segir hún og bætir við: „Sumum líkar og öðrum ekki, ég er ekkert að reyna að höfða til allra.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af handverki en ljóðaáhuginn er fremur nýtilkominn. „Ljóð hafa aldrei áður höfðað til mín, mér datt aldrei í hug að lesa ljóð án þess að vera neydd til þess,“ segir hún glöð í bragði. Hulda hafði lengi átt sér þann draum að vinna fyrir sér með hönnun sinni en vinnustofa hennar er í gömlu fjósi í kjallara heimilis hennar. „Draumurinn átti alltaf að rætast, það var bara spurning um hvenær það hefðist.“ Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta byrjaði á þessum ljóðum og textum sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við. Setti þau inn í dagbækurnar mínar og geymdi. Svo ákvað ég að prufa að setja textana á myndir, setti þær í sölu og það gekk rosalega vel,“ segir Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013. Hulda selur einnig tækifæriskort, dagatöl, hjörtu úr plexígleri, hjartalaga kertabera úr lituðu plexígleri og fleira. Hún segir hugrekki hafa þurft til að opinbera ljóðin. „Þess vegna byrjaði ég rosalega varlega með þessum myndum og fékk svo ótrúlega góð viðbrögð að ég ákvað að þora,“ segir hún og bætir við: „Sumum líkar og öðrum ekki, ég er ekkert að reyna að höfða til allra.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af handverki en ljóðaáhuginn er fremur nýtilkominn. „Ljóð hafa aldrei áður höfðað til mín, mér datt aldrei í hug að lesa ljóð án þess að vera neydd til þess,“ segir hún glöð í bragði. Hulda hafði lengi átt sér þann draum að vinna fyrir sér með hönnun sinni en vinnustofa hennar er í gömlu fjósi í kjallara heimilis hennar. „Draumurinn átti alltaf að rætast, það var bara spurning um hvenær það hefðist.“
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira