Flytjum inn milljarða virði af grænmeti sem rækta mætti hér Svavar Hávarðsson skrifar 28. janúar 2015 07:00 Íslensk jarðarber eru aðeins um 10% af markaðnum – en eru rifin úr hillunum. fréttablaðið/vilhelm Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%. Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Verðmæti innflutts grænmetis og berja sem hægt væri að framleiða á Íslandi með tiltölulega einföldum hætti er metið á 2,1 til 2,4 milljarða króna árin 2012 og 2013. Þetta er niðurstaða útreikninga Bjarna Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka garðyrkjubænda. „Margt af þessu gætum við að kalla framleitt á morgun. Það eru tegundir eins og tómatar og paprika – þessar stóru tegundir í ylræktinni. Við höfum þekkinguna og alla burði til þess,“ segir Bjarni sem bætir við, spurður hvað standi í veginum, að bændur tregist við fjárfestingar vegna gríðarlegs orkukostnaðar. Menn telja sig einfaldlega ekki hafa hag af því að auka fjármagnskostnað sinn við núverandi aðstæður í rekstri. Bjarni segist hugsi yfir þeim hagrænu hvötum sem auðvelt væri að virkja. „Gefum okkur að ef stjórnvöld ákveða, t.d. af því þau vilja efna þann hluta stjórnarsáttmála sem er um heilbrigði, að raforkukostnaður verði lækkaður um 25% þegar 25% af rekstarkostnaði er rafmagn, þá þýðir sú ráðstöfun um 6% lækkun heildarkostnaðar.“ Bjarni segir það deginum ljósara að þegar hvatar hafa verið til staðar í rekstrarumhverfi garðyrkjunnar hafi svörunin verið á einn veg. Framleiðsla eykst og neyslan eykst. Allar rannsóknir sýni þess utan að með aukinni neyslu grænmetis eykst heilbrigði fólks. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfið – til langs tíma með tilheyrandi sparnaði. Barátta garðyrkjubænda fyrir lægra orkuverði hefur staðið áratugum saman. Hins vegar segir Bjarni það standa eftir í augnablikinu að RARIK, sem hefur einkarétt á dreifingu á rafmagni, ákvað að hækka gjaldskrá sína strax eftir hrun. Í byrjun árs 2009 hækkaði gjaldskrá til garðyrkjunnar um 15%. „RARIK hefur haldið uppteknum hætti síðan þá og hefur hækkað gjaldskrá sína langt umfram verðlagsvísitölu,“ segir Bjarni. Stjórnvöld juku einnig kostnað bænda þegar hlutdeild þeirra í kostnaði við dreifingu rafmagns var aukin verulega árið 2009. Raforkuverð til garðyrkjubænda var síðast til umfjöllunar á Alþingi í nóvember síðastliðnum, en málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Þar svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, því til að hún og Helgi væru sammála um að „gera gangskör að því“ að því að bæta umhverfi garðyrkjunnar – og það væri ætlun ríkisstjórnarinnar. Sjálfum okkur nóg um 75% af grænmeti Hlutfall innlendrar framleiðslu á grænmeti hefur undanfarin ár verið á milli 70-75% af markaðnum. Framleiðslan er um 18.500 tonn og innflutningur um 6.500 tonn nema 2013 er innlend framleiðsla var um 12.000 tonn [uppskerubrestur í kartöflum]. Án kartöfluuppskeru hvers árs hefur hlutdeild íslensks grænmetis á móti innfluttu verið 47 til 51%.
Landbúnaður Garðyrkja Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira