Kreddur frekar en hagsmunamat Stjórnarmaðurinn skrifar 28. janúar 2015 09:00 Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Stjórnarmaðurinn á erfitt með að gera upp hug sinn gagnvart ESB. Einn daginn vill hann inngöngu, þann næsta prísar hann sig sælan fyrir að Ísland er ekki statt á sömu vegferð og Grikkland, Írland, Spánn eða Portúgal. Stjórnarmaðurinn er þó á því að ýmis rök hnígi að því að Íslendingar hefðu gott af því að undirgangast þann aga sem fylgir því að vera með alvöru mynt, og ekki síður komast í tæri við embættismannakerfi og vinnustaðla sem teljast faglegir – ekki gegnsýrðir af frændhygli eða sannfæringu lítt sigldra besservissera. Hvað sem prívatpælingum um fýsileika ESB-inngöngu líður, þá skilur stjórnarmaðurinn ekki á hvaða vegferð ríkisstjórnin er með því að leggja slíka áherslu á viðræðu- slit. Yfirlýsingar ESB í tengslum við viðræðuhlé benda til þess að sam- bandið sé viljugt til að sýna þolin- mæði og langlundargeð gagnvart Íslandi. Frumkvæði að viðræðuslitum er því einhliða og séríslenskt. Er það stjórnmálamönnum um megn að stunda kalt hagsmunamat og beita fyrir sig almennri skynsemi í stað þess að nálgast mál með kreddur og ályktanir flokksfélaga úr Skagafirði eða Garðabæ í farteskinu? Hvað er annars unnið með viðræðuslitum annað en loka á „mikilvægan kost í efnahagsmálum, einkum hvað varðar framtíðarskipan peningamála“, svo vísað sé í ályktun viðskiptaráðs frá því síðasta vor?Kviss bang hjá Bang og Olufsen Stjórnarmaðurinn hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bang & Olufsen raftækja. Hann las því gaumgæfilega fréttir af því að félagið væri í söluferli. Samkvæmt forstjóranum er B&O of lítið til að lifa af á markaði í heljargreipum stærri aðila eins og Samsung og Sony. B&O hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár og bréf félagsins hríðfallið. Fyrirtækið var þekkt fyrir hönnun sína og tók vöruhönnun því margfaldan þann tíma sem stærri keppinautar lögðu í slíkt. Síðustu ár hefur tækniþróun verið þannig að þótt B&O vörur séu fallegar, þá hefur tæknin þar að baki hreinlega verið orðin úrelt áður en tækin koma í verslanir. Við þetta hafa bæst misheppnaðar vörur sem ná áttu hylli yngri kynslóða, auk þess sem markaðssókn félagsins í Kína sigldi í strand.Stjórnarmaðurinn vonar að B&O, eins og Ísland, rísi nú úr öskustónni, enda hvort tveggja vörumerki sem fengu hárin til að rísa á árunum fyrir hrun.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira