Að ala á ótta! Sema Erla Serdar skrifar 21. janúar 2015 07:00 Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu mánuði hefur mikið verið talað um „pólitíska jarðskjálfta“ í Evrópu. Í því samhengi er átt við niðurstöður kosninga til þings og sveitarstjórna, auk kosninga til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí 2014, en þær sýna svo um munar að fylgi evrópskra kjósenda er að færast frá meginstraums- og miðjusæknum stjórnmálaflokkum og yfir á jaðarflokka. Flestir eiga þeir stjórnmálaflokkar og aðrir formlegir eða óformlegir hópar sem nú tröllríða hinum pólitíska vettvangi í Evrópu það sameiginlegt að ala á þjóðernishyggju, innflytjendaandúð og andúð á því fjölmenningarsamfélagi sem hefur tekið yfir í flestum ríkjum Evrópu. Í kjölfarið hefur umræðan um innflytjendamál stigmagnast víða í Evrópu og tekið á sig „nýjar“ myndir. Þannig safnast nú þúsundir manna saman á götum Evrópu til þess að sýna andúð sína á því sem þeir kalla „íslamsvæðingu Vesturlanda“ sem er tekið upp úr stefnuskrá öfga-hægriflokka sem ala á þjóðernisrembingi og andúð á innflytjendum, oft á tíðum sérstaklega múslima. Til þess að slíkir hópar fengju hljómgrunn þurfti ekki hryðjuverkaárás í Frakklandi. Uppgangur þessara afla var hafinn löngu áður. Sá óhugnanlegi atburður varð hins vegar til þess að umræðan varð enn ósvífnari og enn ógeðfelldari og stjórnmálamenn fóru að nýta sér hana í pólitískum tilgangi, auk þess sem hún fór að teygja anga sína til ríkja sem hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af fjölmenningu, ákveðnum trúarhópum, eða árásum eins og þeirri sem átti sér stað í París. Ísland er dæmi um slíkt ríki. Vissulega hafa innflytjendamál ávallt verið til umræðu á Íslandi. Hún fór hins vegar að taka á sig nýja mynd þegar múslimar fóru að velta fyrir sér möguleikanum á að byggja mosku. Í kringum síðustu sveitarstjórnarkosningar varð hún svo enn óhuggulegri. Það er hins vegar ekkert í samanburði við þá umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga og ljóst er að uppgangur öfgaafla er raunveruleiki á Íslandi rétt eins og víðar í Evrópu.Fjölmenningarsamfélag Fólk er nú í miklum mæli farið að óttast innflytjendur og áhrif þeirra á íslenskt samfélag. Fólk er í meiri mæli farið að horfa til möguleikans á hryðjuverkaárás á Íslandi og nú er búið að stofna samtök á Íslandi sem ætla að berjast gegn „íslamsvæðingu Evrópu,“ án þess að nokkur ástæða sé til. Að ala á ótta er elsta trixið í bókinni. Það er mikilvægt að bíta ekki á agnið. Íslenskt samfélag er og verður fjölmenningarsamfélag. Slíkt samfélag á að byggjast á umburðarlyndi, kærleika, réttlæti, trúfrelsi og á að vera laust við alla mismunun. Íslensku samfélagi stafar ekki ógn af innflytjendum, fjölmenningu eða öðrum trúarbrögðum en við höfum hingað til kynnst. Íslensku samfélagi stafar ógn af öflum sem telja sig yfir aðra hafin vegna þjóðernis, kynþáttar, litarafts, trúarbragða, menningar eða annarra slíkra þátta. Umræðan um innflytjendamál má ekki stjórnast af slíkum hugmyndum. Það mun einungis leiða til sundrungar í samfélaginu. Umræðan um innflytjendamál verður að vera uppbyggileg, yfirveguð og sanngjörn auk þess sem hún þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu. Það er þannig sem við sigrumst á öfgunum. Það er þannig sem við aðlögumst öll nýju fjölmenningarsamfélagi. Ekki með ótta eða hatri.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun