Var valin til að hanna fyrir tískurisann Bvlgari Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 17. janúar 2015 09:00 Anita Hirlekar fatahönnuður Vísir Anita Hirlekar fatahönnuður var valin af útsendara hins heimsfræga ítalska tískumerkis Bvlgari til þess að hanna tösku fyrir þau, sem framleidd verður í takmörkuðu upplagi. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var ekki búin að útskrifast þegar ég fékk þetta verkefni og hafði einhvern veginn engan tíma til að íhuga hvað væri að gerast,“ rifjar Anita upp. Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í London í fyrra vor með mastersgráðu í fatahönnun og textíl. Anita fékk að vita strax eftir fundinn með Bvlgari að hún hefði fengið verkefnið og fór hugmyndavinnan strax af stað. „Ég fékk send fyrirmæli eða „brief“ frá þeim og á tveggja vikna fresti var svo Skype-fundur með rekstrarstjóranum þeirra og fleira fólki þar sem ég kynnti þeim mína sýn á verkefnið og hvað ég væri búin að gera,“ segir Anita. Í kjölfarið fór hún í leðurverksmiðju Bvlgari á Ítalíu þar sem hún fékk að sjá ferlið. „Það var svo geðveikt að sjá hvernig þetta er unnið og allt handverkið sem er á bak við töskurnar,“ segir hún. „Þetta er búið að vera mjög langt ferli og mikil hugmyndavinna, en þau voru rosalega ánægð með hugmyndina mína og útkomuna,“ segir hún. Auk þess að hanna fyrir Bvlgari var Anita skráð í alþjóðlega hönnunarkeppni í vor þar sem útskriftarlínan hennar var sýnd og komst í úrslit. Verkefnið þar var að hanna fyrir gallafatarisann Diesel, sem Anita vann og fékk í kjölfarið verkefni fyrir Diesel. Eru Diesel og Bvlgari þriðju og fjórðu merkin sem Anita vinnur fyrir, en þegar hún var í BA-námi var hún nemi hjá bæði Dior og Diane Von Furstenberg. Aðspurð hvort hún hafi ekki fengið einhver tilboð í kjölfar samstarfsins við Bvlgari játar hún því. „Ég er búin að fá fullt af fyrirspurnum, en ekkert sem ég má segja frá eins og er. Það er margt sem ég þarf að pæla í og eru mörg spennandi verkefni fram undan,“ segir Anita, sem er orðin vön því að búa í ferðatösku og flakka um. Hún segir það líf eiga ágætlega við sig enda elski hún að ferðast og sjá nýja staði. „Það er líka svo gott að geta unnið á Íslandi, þegar allt er í gegnum Skype. Það er svo gott að vera hér og safna góðri orku.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Anita Hirlekar fatahönnuður var valin af útsendara hins heimsfræga ítalska tískumerkis Bvlgari til þess að hanna tösku fyrir þau, sem framleidd verður í takmörkuðu upplagi. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var ekki búin að útskrifast þegar ég fékk þetta verkefni og hafði einhvern veginn engan tíma til að íhuga hvað væri að gerast,“ rifjar Anita upp. Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í London í fyrra vor með mastersgráðu í fatahönnun og textíl. Anita fékk að vita strax eftir fundinn með Bvlgari að hún hefði fengið verkefnið og fór hugmyndavinnan strax af stað. „Ég fékk send fyrirmæli eða „brief“ frá þeim og á tveggja vikna fresti var svo Skype-fundur með rekstrarstjóranum þeirra og fleira fólki þar sem ég kynnti þeim mína sýn á verkefnið og hvað ég væri búin að gera,“ segir Anita. Í kjölfarið fór hún í leðurverksmiðju Bvlgari á Ítalíu þar sem hún fékk að sjá ferlið. „Það var svo geðveikt að sjá hvernig þetta er unnið og allt handverkið sem er á bak við töskurnar,“ segir hún. „Þetta er búið að vera mjög langt ferli og mikil hugmyndavinna, en þau voru rosalega ánægð með hugmyndina mína og útkomuna,“ segir hún. Auk þess að hanna fyrir Bvlgari var Anita skráð í alþjóðlega hönnunarkeppni í vor þar sem útskriftarlínan hennar var sýnd og komst í úrslit. Verkefnið þar var að hanna fyrir gallafatarisann Diesel, sem Anita vann og fékk í kjölfarið verkefni fyrir Diesel. Eru Diesel og Bvlgari þriðju og fjórðu merkin sem Anita vinnur fyrir, en þegar hún var í BA-námi var hún nemi hjá bæði Dior og Diane Von Furstenberg. Aðspurð hvort hún hafi ekki fengið einhver tilboð í kjölfar samstarfsins við Bvlgari játar hún því. „Ég er búin að fá fullt af fyrirspurnum, en ekkert sem ég má segja frá eins og er. Það er margt sem ég þarf að pæla í og eru mörg spennandi verkefni fram undan,“ segir Anita, sem er orðin vön því að búa í ferðatösku og flakka um. Hún segir það líf eiga ágætlega við sig enda elski hún að ferðast og sjá nýja staði. „Það er líka svo gott að geta unnið á Íslandi, þegar allt er í gegnum Skype. Það er svo gott að vera hér og safna góðri orku.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira