Heilbrigð skynsemi ráði Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun