Segja útgáfuna kraftaverk Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 07:00 Renald Luzier og Patrick Pelloux sýna nýjasta hefti skopmyndablaðsins Charlie Hebdo, sem í þetta sinn er gefið út í milljónum eintaka. nordicphotos/AFP Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“ Charlie Hebdo Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Franskir fjölmiðlar birtu margir í gær nýjustu forsíðu skoptímaritsins Charlie Hebdo, sem formlega kemur þó ekki út fyrr en í dag. Eftirlifandi ritstjórn blaðsins efndi svo til tilfinningaþrungins blaðamannafundar til að kynna nýja heftið, sem gefið er út á sex tungumálum og í metupplagi, þremur milljónum eintaka. Á forsíðunni er mynd af Múhameð spámanni, sem grætur og heldur á skilti sem á stendur: Ég er Charlie. Fjöldi manns hefur undanfarna daga tekið upp skilti af þessu tagi til að sýna samstöðu með ritstjórn blaðsins, sem öfgamúslimar réðust á með grimmilegum hætti í síðustu viku þannig að tíu manns lágu í valnum, auk þess sem tveir lögreglumenn voru myrtir fyrir utan húsakynni blaðsins. Fyrir ofan myndina af Múhameð standa svo sáttarorð tímaritsins: Allt er fyrirgefið. Inni í blaðinu eru svo fleiri skopmyndir af Múhameð spámanni. „Mér þykir leitt að við höfum teiknað hann einu sinni enn,“ sagði teiknarinn Renald Luzier, sem svaf yfir sig og var því ekki á staðnum þegar ofbeldismennirnir réðust inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku: „En sá Múhameð sem við höfum teiknað er bara lítill náungi sem grætur.“FranÇois Hollande Frakklandsforseti tekur í höndina á Malek Merabet, bróður lögreglumannsins Ahmet Merabet sem myrtur var í síðustu viku. fréttablaðið/APÍ leiðara blaðsins er haldið uppi eindreginni vörn fyrir rétt þess til að gera grín að trúarbrögðum og trúarleiðtogum: „Undanfarna viku hefur Charlie, blaði trúleysingja, hlotnast fleiri kraftaverk en allir dýrlingar og spámenn til samans. Við erum stoltust af því kraftaverki að þú hafir nú í höndum þínum þetta sama blað sem við höfum alltaf sent frá okkur.“ Frönsk stjórnvöld hafa hins vegar ákveðið að herða varnir sínar, senda tíu þúsund hermenn út á götur og lýsa yfir stríði við hryðjuverkamenn. François Hollande Frakklandsforseti hét því að Frakkland muni ekki sýna neina miskunn gagnvart andgyðinglegum eða andíslömskum voðaverkum og hvergi vægja gagnvart „þeim sem verja eða fremja hryðjuverk, einkum og sér í lagi stríðsmenn sem fara til Íraks og Sýrlands“. Hollande flutti einnig ávarp við útför lögreglumannsins Ahmed Merabet, sem féll fyrir byssukúlum á gangstéttinni fyrir utan ritstjórn Charlie Hebdo í síðustu viku, og sagði þar: „Ahmet Merabet vissi betur en nokkur annar að róttækt íslam hefur ekkert með íslam að gera og að öfgamenn drepa múslima.“ Í Þýskalandi héldu múslimar út á götur Berlínar til að mótmæla hryðjuverkum. Angela Merkel kanslari og Joachim Gauck forseti tóku þátt í mótælunum og sýndu þýskum múslimum eindreginn stuðning. „Það sem við þurfum að gera núna er að nota öll þau ráð sem okkur standa til boða til þess að berjast gegn umburðarleysi og ofbeldi,“ sagði Merkel. „Hatur ykkar hvetur okkur til dáða,“ sagði Gauck við ódæðismennina. „Við ætlum ekki að gefa ykkur ótta okkar.“
Charlie Hebdo Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira