Sex íslenskir hönnuðir koma til með að sýna á Reykjavík Fashion Festival í mars.
Þau eru Linda Björg Árnadóttir sem sýnir fatnað frá merki sínu Scintilla, Ása Ninna Pétursdóttir sýnir fyrstu línu sína Eyland, MAGNEA eftir Magneu Einarsdóttur og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur, JÖR eftir Guðmund Jörundsson, Another Creation eftir Ýr Þrastardóttur og Sigga Maja eftir Sigríði Maríu Sigurjónsdóttir.
Reykjavík Fashion festival verður haldin í Silfurbergi Hörpu dagana 12.-15.mars samhliða Hönnunarmars.

