Hættulegt að setja óreynda menn inn í mikilvæga leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck horfa björtum augum til ársins með íslenska landsliðinu. vísir/Ernir Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Sjá meira
Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25