Árásarmennirnir á flótta 9. janúar 2015 07:00 Franskir lögreglumenn athafna sig í Longpont, fyrir norðan París, þar sem grunur lék á að bræðurnir héldu sig. nordicphotos/AFP Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu. Charlie Hebdo Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hélt í gær áfram leit sinni að bræðrunum Saíd og Cherif Kouachi, sem sagðir voru hafa gert árásina á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo í París á miðvikudag. Smám saman virtist hringurinn þrengjast. Þeir voru sagðir hafa sést á svæði í Picardy, norðaustur af París.Said Kouachi Eldri bróðirinn, 34 ára.Þriðji maðurinn, sem grunaður var um aðild að árásinni, gaf sig fram við lögreglu í gær og sagðist saklaus. Hann er átján ára gamall og sögðu skólafélagar hans að hann hefði verið staddur í skólatíma þegar árásin var gerð. Tólf manns létu lífið í árásinni, þar af nokkrir helstu teiknarar blaðsins og tveir lögreglumenn. Ellefu manns særðust, þar af fjórir alvarlega. Bræðurnir höfðu verið grunaðir um að hafa tengsl við öfgasamtök íslamista. Haft var eftir vitni að árásinni að þeir hefðu sagst vera á vegum Al Kaída, en einnig hefur verið haft eftir heimildarmönnum úr frönsku lögreglunni að þeir hafi tengst Íslamska ríkinu. Cherif, sá yngri, hlaut átján mánaða fangelsisdóm árið 2008 fyrir að hafa ætlað að halda til Íraks og ganga þar til liðs við herskáa íslamista. Fyrrverandi lögmaður hans, Vincent Ollivier, sagði í viðtali við dagblaðið Le Parisien, að hann teldi fangavistina hafa breytt honum verulega, hann hefði orðið mun hættulegri eftir að hafa setið inni. Hann var handtekinn aftur árið 2011 fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja flótta manns úr fangelsi, sem hafði hlotið dóm fyrir sprengjuárás í París árið 2009. Ekkert sannaðist og var hann þá látinn laus.Cherif Kouachi Yngri bróðirinn, 32 ára.Eftirlifandi starfsfólk skoptímaritsins Charlie Hebdo ætlar að halda sínu striki og gefa út nýtt hefti strax í næstu viku. Ákveðið var að taka boði franska dagblaðsins Liberation um afnot af skrifstofuhúsnæði. Stefnt er á að gefa út átta síðna blað, helmingi minna en venjulega. Hins vegar verður það gefið út í milljón eintökum. Í gærmorgun var önnur skotárás sunnarlega í París, í úthverfinu Montrouge. Lögreglukona lét þar lífið og götusópari særðist. Einn maður var handtekinn síðar um daginn, og annars er leitað, en ekki var talið að þessi árás tengdist neitt morðunum á ritstjórn Charlie Hebdo. Lögreglukonan, sem sögð var í starfsþjálfun, kom á staðinn vegna áreksturs þar sem bifreið árásarmannsins kom við sögu.
Charlie Hebdo Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira