Endurtekið efni Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 9. janúar 2015 00:00 Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast. Önnur frétt sem birtist alltof oft er af fólki sem tekst á loft við Höfðatorg í Borgartúni. Í hvert skipti sem vind hreyfir í Reykjavík er varla líft við háhýsin. Ástandið er oft á tíðum líkt og á vígvelli, fólk kemst ekki að byggingunum, hvað þá heldur inn í þær og myndbönd af skelkuðum vegfarendum sem hanga í umferðarskiltum fara eins og eldur í sinu um internetið. Svipuð frétt sem er jafn áreiðanleg og endurnýtanleg og að Kári Stefánsson standi í málaferlum er af ónothæfi Landeyjahafnar. Höfnin er alltaf full af sandi og nú er víst svo komið að varla er hægt komast leiðar sinnar inn í höfnina á árabát, hvað þá á drekkhlöðnum Herjólfi. Þessi framkvæmd, sem kostaði litla fjóra milljarða á sínum tíma, er svo mikið bull að stúkan við Laugardalslaug lítur gáfulega út í samanburði. Á dögunum rak ég augun í frétt sem mér fannst eins og ég hefði lesið alltof oft áður. Raunar þurfti ég að athuga dagsetninguna á fréttinni því ég átti erfitt með að trúa að hún væri frá árinu 2015. Fyrirsögnin var á þessa leið „Átján fermetra íbúð til sölu á tæplega þrettán milljónir“. Ég lét til leiðast og smellti á hlekkinn til að berja dýrðina augum. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eitthvaðsegir mér að ef einhver hefur efni á kaupa sér fermetra af plastparketi á 700.000 krónur þá sé bull í gangi og enn meira bull í uppsiglingu. Persónulega kýs ég frekar síendurteknar fréttir af Baltasar en síendurteknar fréttir af bulli. Látum ekki 2015 verða hið nýja 2005. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Á Íslandi eru ákveðnar fréttir sem birtast síendurtekið líkt og náttúrulögmál. Þetta eru fréttir á borð við að Baltasar Kormákur hafi mörg járn í eldinum og að tökur á víkingamyndinni hans séu við það að hefjast. Önnur frétt sem birtist alltof oft er af fólki sem tekst á loft við Höfðatorg í Borgartúni. Í hvert skipti sem vind hreyfir í Reykjavík er varla líft við háhýsin. Ástandið er oft á tíðum líkt og á vígvelli, fólk kemst ekki að byggingunum, hvað þá heldur inn í þær og myndbönd af skelkuðum vegfarendum sem hanga í umferðarskiltum fara eins og eldur í sinu um internetið. Svipuð frétt sem er jafn áreiðanleg og endurnýtanleg og að Kári Stefánsson standi í málaferlum er af ónothæfi Landeyjahafnar. Höfnin er alltaf full af sandi og nú er víst svo komið að varla er hægt komast leiðar sinnar inn í höfnina á árabát, hvað þá á drekkhlöðnum Herjólfi. Þessi framkvæmd, sem kostaði litla fjóra milljarða á sínum tíma, er svo mikið bull að stúkan við Laugardalslaug lítur gáfulega út í samanburði. Á dögunum rak ég augun í frétt sem mér fannst eins og ég hefði lesið alltof oft áður. Raunar þurfti ég að athuga dagsetninguna á fréttinni því ég átti erfitt með að trúa að hún væri frá árinu 2015. Fyrirsögnin var á þessa leið „Átján fermetra íbúð til sölu á tæplega þrettán milljónir“. Ég lét til leiðast og smellti á hlekkinn til að berja dýrðina augum. Það er óhætt að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Eitthvaðsegir mér að ef einhver hefur efni á kaupa sér fermetra af plastparketi á 700.000 krónur þá sé bull í gangi og enn meira bull í uppsiglingu. Persónulega kýs ég frekar síendurteknar fréttir af Baltasar en síendurteknar fréttir af bulli. Látum ekki 2015 verða hið nýja 2005.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun