Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2015 11:15 Á mánudagskvöldið, þegar boðað var til mótmæla gegn „íslamsvæðingu“, var ákveðið að Kölnardómkirkjan yrði ekki upplýst eins og venjulega. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima. Flóttamenn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima.
Flóttamenn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira