Dáleiðslumeðferð er afar kröftugt tæki 30. desember 2015 15:00 Útskriftarhópur Dáleiðsluskólans. KYNNING Ingibergur Þorkelsson er stofnandi Dáleiðsluskóla Íslands og hefur haldið dáleiðslunámskeið frá árinu 2011. Í febrúar og mars verður 10 daga grunnnámskeið í dáleiðslu. Í apríl og maí býður skólinn svo 12 daga framhaldsnámskeið. Að sögn Ingibergs veitir námið góða alhliða dáleiðslumenntun, með því besta sem gerist í heiminum í dag. „Dáleiðsla nýtist mjög vel fyrir þá sem vinna með fólk og meðal þeirra sem hafa lært dáleiðslu eru kennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar, sálfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar, tannlæknar og sjúkranuddarar. Síðan eru margir sem læra dáleiðslu fyrir sjálfa sig og sína nánustu. Dáleiðsla er kröftugt tæki til að bæta sjálfan sig ekki síður en aðra,“ útskýrir Ingibergur.Ekki flókið Hann segir að flestir geti lært að dáleiða og það sé ekki flókið. „Kennt er á íslensku með íslenskri kennslubók en höfundurinn er Roy Hunter sem er meðal þekktustu dáleiðenda heims. Nemendur byrja að dáleiða hver annan strax á fyrsta degi,“ segir Ingibergur. „Þetta er tækni sem flestir geta náð tökum á,“ bætir hann við. „Á grunnnámskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði meðferðardáleiðslu og á framhaldsnámskeiðinu er síðan farið í mjög þróaðar aðferðir dáleiðslumeðferðar.“Ingibergur Þorkelsson.MYND/GVAMargir frægir dáleiðararIngibergur lærði fyrst dáleiðslu í Glasgow en síðan hefur hann fengið marga fræga dáleiðara til Íslands til að kenna. Rúmlega 200 manns hafa komið á grunnnámskeið og um 80 á framhaldsnámskeið. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með dáleiðslu. Hún virkar vel til að draga úr kvíða og áhyggjum, losna við fælni, bæta svefn og fleira og þetta geta nemendur framkvæmt strax að loknu grunnnámskeiði. Dáleiðsla er mikið notuð til að hætta að reykja, stjórna þyngd og til að bæta árangur. Með dáleiðslumeðferð er hægt að losna undan áhrifum áfalla og stórbæta líf þeirra sem þannig þjást. Nær allir þekkja að eitthvað í fari þeirra kemur í veg fyrir að þeir nái þeim árangri sem þeir stefna að. Með dáleiðslumeðferð er hægt að finna orsökina og leysa hana. Til dæmis er algengt að fólki hafi verið sagt í æsku að það geti ekki lært og þar sem börn trúa því sem þeim er sagt kemur þessi viska í veg fyrir nám síðar á lífsleiðinni. Þeir sem eiga erfitt með nám vita oftast ekki hvers vegna það er. Með dáleiðslumeðferð er hægt að finna orsökina og eyða henni þannig að þessar hömlur séu úr sögunni. Hið sama á við um hvers konar hömlur og þætti í huganum sem vilja ráða hegðun fólks. Auk þessa er hægt að efla hæfileika sem fólk hefur í dáleiðslumeðferð, bæði í íþróttum og öðru.Vandinn leystur HAM – hugræn athyglismeðferð – hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda hjá sálfræðingum. Með þeirri aðferð er fólki kennt að lifa með vandanum, t.d. geta notað lyftu eða fljúga þrátt fyrir óþægindi. Með dáleiðslumeðferð er orsök vandans fundin og leyst. Upp frá því þarf fólk hvorki að lifa með vandanum eða berjast við hann. Þegar orsökin er leyst er eins og vandinn hafi aldrei verið til. Námskeið skólans eru haldin í Brautarholti 4a í Reykjavík og þar eru jafnframt meðferðarherbergi dáleiðslutækna. Hægt er að fá allar helstu upplýsingar um námið og bóka námskeið á heimasíðunni dáleiðsla.is Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
KYNNING Ingibergur Þorkelsson er stofnandi Dáleiðsluskóla Íslands og hefur haldið dáleiðslunámskeið frá árinu 2011. Í febrúar og mars verður 10 daga grunnnámskeið í dáleiðslu. Í apríl og maí býður skólinn svo 12 daga framhaldsnámskeið. Að sögn Ingibergs veitir námið góða alhliða dáleiðslumenntun, með því besta sem gerist í heiminum í dag. „Dáleiðsla nýtist mjög vel fyrir þá sem vinna með fólk og meðal þeirra sem hafa lært dáleiðslu eru kennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar, sálfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar, tannlæknar og sjúkranuddarar. Síðan eru margir sem læra dáleiðslu fyrir sjálfa sig og sína nánustu. Dáleiðsla er kröftugt tæki til að bæta sjálfan sig ekki síður en aðra,“ útskýrir Ingibergur.Ekki flókið Hann segir að flestir geti lært að dáleiða og það sé ekki flókið. „Kennt er á íslensku með íslenskri kennslubók en höfundurinn er Roy Hunter sem er meðal þekktustu dáleiðenda heims. Nemendur byrja að dáleiða hver annan strax á fyrsta degi,“ segir Ingibergur. „Þetta er tækni sem flestir geta náð tökum á,“ bætir hann við. „Á grunnnámskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði meðferðardáleiðslu og á framhaldsnámskeiðinu er síðan farið í mjög þróaðar aðferðir dáleiðslumeðferðar.“Ingibergur Þorkelsson.MYND/GVAMargir frægir dáleiðararIngibergur lærði fyrst dáleiðslu í Glasgow en síðan hefur hann fengið marga fræga dáleiðara til Íslands til að kenna. Rúmlega 200 manns hafa komið á grunnnámskeið og um 80 á framhaldsnámskeið. Það er hægt að ná ótrúlegum árangri með dáleiðslu. Hún virkar vel til að draga úr kvíða og áhyggjum, losna við fælni, bæta svefn og fleira og þetta geta nemendur framkvæmt strax að loknu grunnnámskeiði. Dáleiðsla er mikið notuð til að hætta að reykja, stjórna þyngd og til að bæta árangur. Með dáleiðslumeðferð er hægt að losna undan áhrifum áfalla og stórbæta líf þeirra sem þannig þjást. Nær allir þekkja að eitthvað í fari þeirra kemur í veg fyrir að þeir nái þeim árangri sem þeir stefna að. Með dáleiðslumeðferð er hægt að finna orsökina og leysa hana. Til dæmis er algengt að fólki hafi verið sagt í æsku að það geti ekki lært og þar sem börn trúa því sem þeim er sagt kemur þessi viska í veg fyrir nám síðar á lífsleiðinni. Þeir sem eiga erfitt með nám vita oftast ekki hvers vegna það er. Með dáleiðslumeðferð er hægt að finna orsökina og eyða henni þannig að þessar hömlur séu úr sögunni. Hið sama á við um hvers konar hömlur og þætti í huganum sem vilja ráða hegðun fólks. Auk þessa er hægt að efla hæfileika sem fólk hefur í dáleiðslumeðferð, bæði í íþróttum og öðru.Vandinn leystur HAM – hugræn athyglismeðferð – hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda hjá sálfræðingum. Með þeirri aðferð er fólki kennt að lifa með vandanum, t.d. geta notað lyftu eða fljúga þrátt fyrir óþægindi. Með dáleiðslumeðferð er orsök vandans fundin og leyst. Upp frá því þarf fólk hvorki að lifa með vandanum eða berjast við hann. Þegar orsökin er leyst er eins og vandinn hafi aldrei verið til. Námskeið skólans eru haldin í Brautarholti 4a í Reykjavík og þar eru jafnframt meðferðarherbergi dáleiðslutækna. Hægt er að fá allar helstu upplýsingar um námið og bóka námskeið á heimasíðunni dáleiðsla.is
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira