Þröstur Leó maður ársins: „Bara hrærður yfir þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2015 12:13 Þröstur Leó Gunnarsson. vísir/ernir Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Hásetinn og leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson var í dag valinn maður ársins af hlustendum og lesendum Bylgjunnar og Vísis. Þröstur bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar báturinn Jón Hákon sökk út af Aðalvík. Sjálfur komst hann á kjöl og dró félaga sína upp úr sjónum. Hann rifjaði atvikið upp í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í morgun. „Þetta er bæði sorg og gleði. Maður er náttúrulega bara þakklátur fyrir að hafa lifað þetta af. Þetta fór bara eins og þetta fór og maður lærir með tímanum að lifa með þessu,“ sagði Þröstur Leó.Sjá einnig: Tekur ekki lífinu sem gefnu Þröstur segir mörgum spurningum ósvarað sem mikilvægt sé að fá svör við. Ekki er vitað hvers vegna Jón Hákon sökk, né hvers vegna öryggisbúnaðurinn virkaði ekki. „Þetta er eitthvað sem er líflínan manns. Þessi búnaður hefur bjargað ótal mörgum mannslífum en mér finnst við eigum að fá að vita þetta. Þetta fór eins og það fór og verður ekki aftur tekið, en þetta er eitthvað sem hægt er að skoða og læra af,“ sagði hann. „Af hverju leið þessi tími þangað til við fengum björgun. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði sokkið fyrr. Þá væri ég ábyggilega ekkert hér.“ Þá sagðist Þröstur afar þakklátur fyrir útnefninguna. „Ég er bara hrærður yfir þessu öllu saman. Ég er einhvern veginn ekki búinn að ná þessi. En ég þakka fyrir og öllum þeim sem kusu mig,“ sagði hann. Hlusta má á viðtalið við Þröst í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55 Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Tíu þúsund hafa tekið þátt í valinu á Manni ársins 2015 Kosningunni lýkur á hádegi 28. desember. 22. desember 2015 14:55
Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki Tvö tilfelli hafa komið upp í ár þar sem sleppigálgi klikkar. Rannsóknarstjóri sjóslysanefndar segir koma til greina að endurskoða reglur. 7. nóvember 2015 22:02
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30