NBA: Kyrie Irving spilaði á ný í sigri Cleveland Cavaliers | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 07:16 Kyrie Irving á ferðinni í leiknum. Vísir/Getty Kyrie Irving lék sinn fyrsta leik með Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni á tímabilinu þegar liðið vann öruggan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Miami Heat vann Portland, Minnesota vann í Brooklyn og það dugði New Orleans Pelicans að Anthony Davis spilaði bara fyrsta og síðasta leikhlutann.Lið Cleveland Cavaliers er loksins að verða fullskipað eftir að Kyrie Irving snéri aftur í 108-86 heimasigri á Philadelphia 76ers en þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans síðan að hnéskel hans brotnaði í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors. Kyrie Irving skoraði 12 stig á 17 mínútum í leiknum en LeBron James var stighæstur hjá Cleveland Cavaliers með 23 stig þrátt fyrir spila bara 26 mínútur og ekkert í lokaleikhlutanum. Matthew Dellavedova skoraði fjóra þrista og endaði með 20 stig. Cleveland-liðið hefur unnið 12 af 13 heimaleikjum sínum á tímabilinu og fá næst New York í heimsókn á Þorláksmessu.Chris Bosh skoraði 29 stig og miðherjinn Hassan Whiteside var með 22 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 116-109 heimasigur á Portland Trail Blazers. Dwyane Wade var með 18 stig og 7 stoðsendingar en Miami var um tíma tólf stigum undir í leiknum. Goran Dragic, leikstjórnanda Miami-liðsins, var rekinn út úr húsi í þriðja leikhlutanum. Damian Lillard var með 32 stig og 9 stoðsendingar fyrir Portland.Nýliðinn Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 100-85 útisigur á Brooklyn Nets. Gorgui Dieng kom inn með 20 stig og 10 fráköst af bekknum, Andrew Wiggins skoraði 16 stig og Ricky Rubio gaf 15 stoðsendingar. Brook Lopez var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 20 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.Anthony Davis þurfti að yfirgefa leikinn í fyrsta leikhluta vegna veiknda en snéri aftur í fjórða leikhlutanum og endaði með 27 stig þegar New Orleans Pelicans liðið vann 130-125 útisigur á Denver Nuggets. Davis var með 19 af stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Tyreke Evans og Jrue Holiday skoruðu báðir 21 stig fyrir New Orleans en Will Barton var með 32 stig og 10 fráköst hjá Denver.Kyle Korver skoraði 13 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Atlanta Hawks vann 103-100 útisigur á Orlando Magic en Korver skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Þetta var þriðji sigur Atlanta-liðsins í röð.Rajon Rondo var með 19 stig og 13 stoðsendingar og Rudy Gay skoraði 19 stig á móti sínum gamla félagi þegar Sacramento Kings vann 104-94 útisigur á Toronto Raptors. Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto, var rekinn út úr húsi í leiknum en DeMar DeRozan var stigahæstur hjá liðinu með 28 stig.Öll úrslit úr NBA-deildinni í nótt: Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-103 Toronto Raptors - Sacramento Kings 94-104 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 95-101 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 108-86 Brooklyn Nets - Minnesota Timberwolves 85-100 Miami Heat - Portland Trail Blazers 116-109 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 125-130 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Kyrie Irving lék sinn fyrsta leik með Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni á tímabilinu þegar liðið vann öruggan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Miami Heat vann Portland, Minnesota vann í Brooklyn og það dugði New Orleans Pelicans að Anthony Davis spilaði bara fyrsta og síðasta leikhlutann.Lið Cleveland Cavaliers er loksins að verða fullskipað eftir að Kyrie Irving snéri aftur í 108-86 heimasigri á Philadelphia 76ers en þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans síðan að hnéskel hans brotnaði í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti Golden State Warriors. Kyrie Irving skoraði 12 stig á 17 mínútum í leiknum en LeBron James var stighæstur hjá Cleveland Cavaliers með 23 stig þrátt fyrir spila bara 26 mínútur og ekkert í lokaleikhlutanum. Matthew Dellavedova skoraði fjóra þrista og endaði með 20 stig. Cleveland-liðið hefur unnið 12 af 13 heimaleikjum sínum á tímabilinu og fá næst New York í heimsókn á Þorláksmessu.Chris Bosh skoraði 29 stig og miðherjinn Hassan Whiteside var með 22 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann 116-109 heimasigur á Portland Trail Blazers. Dwyane Wade var með 18 stig og 7 stoðsendingar en Miami var um tíma tólf stigum undir í leiknum. Goran Dragic, leikstjórnanda Miami-liðsins, var rekinn út úr húsi í þriðja leikhlutanum. Damian Lillard var með 32 stig og 9 stoðsendingar fyrir Portland.Nýliðinn Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 10 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 100-85 útisigur á Brooklyn Nets. Gorgui Dieng kom inn með 20 stig og 10 fráköst af bekknum, Andrew Wiggins skoraði 16 stig og Ricky Rubio gaf 15 stoðsendingar. Brook Lopez var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 20 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.Anthony Davis þurfti að yfirgefa leikinn í fyrsta leikhluta vegna veiknda en snéri aftur í fjórða leikhlutanum og endaði með 27 stig þegar New Orleans Pelicans liðið vann 130-125 útisigur á Denver Nuggets. Davis var með 19 af stigum sínum í fyrsta leikhlutanum. Tyreke Evans og Jrue Holiday skoruðu báðir 21 stig fyrir New Orleans en Will Barton var með 32 stig og 10 fráköst hjá Denver.Kyle Korver skoraði 13 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Atlanta Hawks vann 103-100 útisigur á Orlando Magic en Korver skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Þetta var þriðji sigur Atlanta-liðsins í röð.Rajon Rondo var með 19 stig og 13 stoðsendingar og Rudy Gay skoraði 19 stig á móti sínum gamla félagi þegar Sacramento Kings vann 104-94 útisigur á Toronto Raptors. Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto, var rekinn út úr húsi í leiknum en DeMar DeRozan var stigahæstur hjá liðinu með 28 stig.Öll úrslit úr NBA-deildinni í nótt: Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-103 Toronto Raptors - Sacramento Kings 94-104 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 95-101 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 108-86 Brooklyn Nets - Minnesota Timberwolves 85-100 Miami Heat - Portland Trail Blazers 116-109 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 125-130
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira