Þorvaldur Lúðvík: „Málinu verður áfrýjað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2015 15:12 Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Stím-málinu í dag, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Auk hans fékk Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára dóm og Jóhannes Baldursson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, hlaut tveggja ára dóm. Þorvaldur Lúðvík var eini sakborningurinn sem var viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hans dómur var lesinn síðastur og var öllum sem staddir voru í salnum ljóst að honum var brugðið við dóminn. Hann gaf ekki kost á viðtali eftir dómsuppsögu en hefur nú tjáð sig á Facebook. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, þar sem Þorvaldur gegndi stöðu framkvæmdastjóra, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Þorvald Lúðvík í kjölfar dómsins en hann telur sjálfur að niðurstaðan sé ekki í samræmi við málavexti og gögn málsins. „Ég er saklaus af því sem mér hefur verið gefið að sök og hef í hvívetna fylgt lögum og mun gera eftirleiðis,“ segir Þorvaldur Lúðvík. „Málinu verður áfrýjað af minni hálfu.“ Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, segir í samtali við fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um áfrýjun. Fastlega má þó búast við því að Lárus og Jóhannes áfrýi dómum sínum til Hæstaréttar sé litið til fyrri dóma sem fallið hafa í héraði í hrunmálum.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. 21. desember 2015 14:20