Innlent

BHM kærir íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Félagsmenn BHM á Lækjartorgi
Félagsmenn BHM á Lækjartorgi vísir/pjetur
Bandalag háskólamanna hefur kært íslenska ríkið fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kæran lýtur aðallega að setningu laga frá 13. júní síðastliðnum þar sem verkfall 18 stéttarfélaga innan BHM var bannað með lögum.

BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti til að stöðva verkfallsaðgerðir félagasmanna sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 

Hæstiréttur staðfesti tveimur mánuðum síðar, þann 13. ágúst, að ríkinu hafi verið það heimilt.

Sjá einnig: Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja verkföll á BHM

Fram kemur í tilkynningu frá BHM að þá muni reyna á það fyrir dómstólnum hvort íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu með inngripi sínu í samningsfrelsi stéttarfélaga. 

Uppfylla þarf nokkur skilyrði til þess að kæra fyrir Mannréttindadómsstóli Evrópu teljist tæk til efnismeðferðar. Á næstu mánuðum mun koma fram hvort dómstólinn telur kæruna tæka.

„Málsmeðferðin er tafsöm og ekki liggur fyrir hvenær BHM fær upplýsingar um það hvort málið fái framgang," segir í tilkynningunni


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×