Ísland í dag: Fékk nýra úr gömlum skólabróður í jólagjöf Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 20:30 Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira