Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2015 21:07 Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff forsetafrú aðstoðuðu við matardreifingu hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ fyrr í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar Grímsson forseta í Twitter-síðu sinni nú undir kvöld. Bjarni segist sýnast að Ólafur Ragnar vilji sjá nýja forgangsröðun þegar kemur að fjárveitingum ríkisvaldsins. „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni. Bjarni vísar þarna í frétt í kvöldfréttum RÚV þar sem forsetinn var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. „Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess Íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu,“ sagði Ólafur Ragnar, þegar hann og Dorrit Moussaieff forsetafrú aðstoðuðu við matardreifingu hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ fyrr í dag. „Við eigum þakkarskuld við þetta fólk að það geti lifað sómasamlegu lífi og hvort sem það eru aldraðir eða öryrkjar eða fólkið sem þarf að standa hérna í biðröð í kuldanum til að eiga mat fyrir sjálfan sig og börnin er auðvitað merki um það að við sem þjóð höfum ekki staðið okkur.“ Forsetinn sagði að honum væri það óskiljanlegt að hér á landi skuli ekki allir geta haldið mannsæmandi jólahátíð en þurfi að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð. Hann sagði að aldraðir og öryrkjar eigi ekki að þurfa að bíða í röð úti í kuldanum eftir aðstoð. Samkvæmt fjárlögum mun embætti forseta Íslands fá úthlutað rétt tæpum 260 milljónum úr ríkissjóði á næsta ári. 218,3 milljónir renna til almenns reksturs og 35,4 milljónir til opinberra heimsókna.Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar Grímsson forseta í Twitter-síðu sinni nú undir kvöld. Bjarni segist sýnast að Ólafur Ragnar vilji sjá nýja forgangsröðun þegar kemur að fjárveitingum ríkisvaldsins. „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni. Bjarni vísar þarna í frétt í kvöldfréttum RÚV þar sem forsetinn var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. „Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess Íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu,“ sagði Ólafur Ragnar, þegar hann og Dorrit Moussaieff forsetafrú aðstoðuðu við matardreifingu hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ fyrr í dag. „Við eigum þakkarskuld við þetta fólk að það geti lifað sómasamlegu lífi og hvort sem það eru aldraðir eða öryrkjar eða fólkið sem þarf að standa hérna í biðröð í kuldanum til að eiga mat fyrir sjálfan sig og börnin er auðvitað merki um það að við sem þjóð höfum ekki staðið okkur.“ Forsetinn sagði að honum væri það óskiljanlegt að hér á landi skuli ekki allir geta haldið mannsæmandi jólahátíð en þurfi að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð. Hann sagði að aldraðir og öryrkjar eigi ekki að þurfa að bíða í röð úti í kuldanum eftir aðstoð. Samkvæmt fjárlögum mun embætti forseta Íslands fá úthlutað rétt tæpum 260 milljónum úr ríkissjóði á næsta ári. 218,3 milljónir renna til almenns reksturs og 35,4 milljónir til opinberra heimsókna.Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira