Jón Arnór tíundi meðlimurinn í tíu tilnefninga klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 17:45 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Getty Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og Íþróttamaður ársins hjá Samtökum Íþróttafréttamanna fyrir árið 2014 kemur aftur til greina sem Íþróttamaður ársins fyrir árið 2015. Jón Arnór Stefánsson komst í glæsilegan klúbb þegar hann fékk þessa tilnefningu sem var hans tíunda á ferlinum. Það hafa bara níu aðrir íþróttamenn komist tíu sinnum eða oftar í hóp efstu tíu í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Meðal þeirra er bróðir Jóns Arnórs, Ólafur Stefánsson, sem á sínum tíma var tólf sinnum meðal tíu efstu í kjörinu en Ólafur var fjórum sinnum kjörinn Íþróttamaður ársins. Sundmaðurinn Guðmundur Gíslason var oftast tilnefndur eða fimmtán sinnum. Ólafur deilir öðru sætinu með júdómanninum Bjarna Friðrikssyni. Jón Arnór er í 5. sætinu með þeim Ásgeiri Sigurvinssyni, Eið Smára Guðjohnsen, Einari Vilhjálmssyni, Kristjáni Arasyni og Geir Hallsteinssyni. Jón Arnór stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín þar sem hann stigahæstur (13,6 í leik) og stoðsendingahæstur (5,8 í leik) í liðinu en aðeins sex leikmenn í öllu mótinu gáfu fleiri stoðsendingar að meðaltali en hann. Jón Arnór spilaði með stórliði Unicaja Malaga á síðasta tímabili þar sem liðið fór í undanúrslit í bæði úrslitakeppninni og í bikarkeppninni. Liðið tapaði í oddaleik á móti Barcelona í úrslitakeppninni og Barcelona sló Unicaja líka út í undanúrslitum bikarsins. Jón Arnór vann sér inn þriggja mánaða samning hjá Valencia Basket með frábærri frammistöðu sinni með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og liðið samdi síðan við hann út tímabilið. Valencia Basket hefur unnið fyrstu 22 leiki tímabilsins, tólf þeirra í spænsku deildinni og aðra tíu í Evrópukeppninni.Oftast meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins: 1. Guðmundur Gíslason Sund 15 sinnum 2. Bjarni Friðriksson Júdó 12 2. Ólafur Stefánsson Handbolti 12 4. Valbjörn Þorláksson Frjálsar Íþróttir 11 5. Ásgeir Sigurvinsson Knattspyrna 10 5. Eiður Smári Guðjohnsen Knattspyrna 10 5. Einar Vilhjálmsson Frjálsar Íþróttir 10 5. Geir Hallsteinsson Handbolti 105. Jón Arnór Stefánsson Körfubolti 10 5. Kristján Arason Handbolti 10 11. Hreinn Halldórsson Frjálsar Íþróttir 9 11. Örn Arnarson Sund 9 13. Guðjón Valur Sigurðsson Handbolti 8 13. Jón Arnar Magnússon Frjálsar Íþróttir 8 13. Þorsteinn Hallgrímsson Körfubolti 8 EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og Íþróttamaður ársins hjá Samtökum Íþróttafréttamanna fyrir árið 2014 kemur aftur til greina sem Íþróttamaður ársins fyrir árið 2015. Jón Arnór Stefánsson komst í glæsilegan klúbb þegar hann fékk þessa tilnefningu sem var hans tíunda á ferlinum. Það hafa bara níu aðrir íþróttamenn komist tíu sinnum eða oftar í hóp efstu tíu í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Meðal þeirra er bróðir Jóns Arnórs, Ólafur Stefánsson, sem á sínum tíma var tólf sinnum meðal tíu efstu í kjörinu en Ólafur var fjórum sinnum kjörinn Íþróttamaður ársins. Sundmaðurinn Guðmundur Gíslason var oftast tilnefndur eða fimmtán sinnum. Ólafur deilir öðru sætinu með júdómanninum Bjarna Friðrikssyni. Jón Arnór er í 5. sætinu með þeim Ásgeiri Sigurvinssyni, Eið Smára Guðjohnsen, Einari Vilhjálmssyni, Kristjáni Arasyni og Geir Hallsteinssyni. Jón Arnór stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín þar sem hann stigahæstur (13,6 í leik) og stoðsendingahæstur (5,8 í leik) í liðinu en aðeins sex leikmenn í öllu mótinu gáfu fleiri stoðsendingar að meðaltali en hann. Jón Arnór spilaði með stórliði Unicaja Malaga á síðasta tímabili þar sem liðið fór í undanúrslit í bæði úrslitakeppninni og í bikarkeppninni. Liðið tapaði í oddaleik á móti Barcelona í úrslitakeppninni og Barcelona sló Unicaja líka út í undanúrslitum bikarsins. Jón Arnór vann sér inn þriggja mánaða samning hjá Valencia Basket með frábærri frammistöðu sinni með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og liðið samdi síðan við hann út tímabilið. Valencia Basket hefur unnið fyrstu 22 leiki tímabilsins, tólf þeirra í spænsku deildinni og aðra tíu í Evrópukeppninni.Oftast meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins: 1. Guðmundur Gíslason Sund 15 sinnum 2. Bjarni Friðriksson Júdó 12 2. Ólafur Stefánsson Handbolti 12 4. Valbjörn Þorláksson Frjálsar Íþróttir 11 5. Ásgeir Sigurvinsson Knattspyrna 10 5. Eiður Smári Guðjohnsen Knattspyrna 10 5. Einar Vilhjálmsson Frjálsar Íþróttir 10 5. Geir Hallsteinsson Handbolti 105. Jón Arnór Stefánsson Körfubolti 10 5. Kristján Arason Handbolti 10 11. Hreinn Halldórsson Frjálsar Íþróttir 9 11. Örn Arnarson Sund 9 13. Guðjón Valur Sigurðsson Handbolti 8 13. Jón Arnar Magnússon Frjálsar Íþróttir 8 13. Þorsteinn Hallgrímsson Körfubolti 8
EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira