Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 26-20 | Öruggt hjá Valsmönnum Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 16:00 Atli Már Báruson með skot að marki. vísir/ernir Valur tryggði sér í dag sæti í úrslitum deildarbikars HSÍ með öruggum sex marka sigri, 26-20, á Fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Valsmenn voru með undirtökin allan tímann en Fram náði aldrei að jafna metin né komast yfir í leiknum. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en hann og félagi hans á hægri vængnum, Sveinn Aron Sveinsson, drógu vagninn í Valssókninni og skoruðu 12 af 26 mörkum liðsins. Maður leiksins var hins vegar Sigurður Ingiberg Ólafsson sem varði 17 skot í Valsmarkinu, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Fram var fátt um fína drætti en liðið átti í stórkostlegum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknum í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Garðar B. Sigurjónsson og Stefán Baldvin Stefánsson voru markahæstir í liði Frammara með þrjú mörk hver. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu sterka vörn og Sigurður Ingiberg, sem byrjaði í markinu, varði vel. Valur komst í 3-0 og 6-2 en fimm af sex fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn náðu mest fimm marka forystu, 8-3, um miðjan fyrri hálfleik en þá tóku leikmenn Fram við sér í vörninni og Kristófer Fannar Guðmundsson fann sig betur í markinu. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og Fram náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Sóknarleikur þeirra bláklæddu var reyndar slakur en liðið skoraði aðeins sex mörk úr uppstilltum sóknum í fyrri hálfleik og skotnýtingin var aðeins 41%. Valsmenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9, og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. Fram byrjaði hann ágætlega og Óðinn Þór minnkaði muninn í 12-11 þegar hann skoraði eftir hraðaupphlaup, en helmingur marka Frammara í leiknum kom eftir hraðar sóknir. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og gáfu aftur í. Þeir juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur Fram var vandræðalegur á löngum köflum, boltinn gekk ekkert út í hornin, ógnunin fyrir utan var lítil og mikið var um hnoð. Undir lokin skiptust liðin á mörkum en úrslitunum var ekki haggað. Lokatölur 26-20, Val í vil en liðið mætir annað hvort Haukum eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Geir: Er enn með samviskubit frá því í fyrra Geir Guðmundsson átti flottan leik þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikars HSÍ með 26-20 sigri á Fram. Geir skoraði sjö mörk úr 10 skotum og var að vonum kátur eftir leikinn. Hann sagði Valsmenn hafa verið með góð tök á leiknum og unnið sannfærandi sigur. "Þetta var ekki auðvelt en mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu. Þetta var fínt og aðeins þægilegra en ég bjóst við," sagði Geir en Valsmenn komust strax í 3-0 og leiddu allan leikinn. "Við byrjuðum af krafti og það var ekki aftur snúið." Geir sagði að það hafi ekki verið erfitt að koma sér í gang eftir jólin. "Neinei, ég iðaði alveg í skinninu að fara að spila handbolta. "Maður er bara búinn að vera í lyftingasalnum í jólafríinu og það er gaman að spila handbolta aftur," sagði Geir sem er staðráðinn í að vinna Deildarbikarinn en hann var ekki með þegar Valsmenn unnu þennan titil fyrir ári. "Ég hef aldrei unnið þennan titil og er enn með samviskubit frá því í fyrra. Það var ekki séns að ég færi að sleppa þessu núna," sagði Geir glaðbeittur að lokum.Guðlaugur: Fórum inn í skelina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum gegn Val í undanúrslitum Deildarbikarsins í dag. "Mér fannst ekki vera dauft yfir okkur en við förum inn í skel þegar við klúðrum dauðafærum," sagði Guðlaugur eftir leik. "Mér fannst við standa vörnina ágætlega en við náðum kannski ekki að gíra okkur nægilega vel upp í leikinn. Valsmenn unnu þennan leik á vörninni hjá sér og hraðaupphlaupum." Uppstilltur sóknarleikur Fram gekk illa í dag en liðið var þó duglegt að keyra fram og skora úr hraðaupphlaupum en helmingur marka liðsins kom eftir hraðar sóknir. "Við náðum alltaf að saxa á forskotið þegar við kláruðum sóknirnar okkar vel og komust aftur í vörnina. "En um leið og við tókum slæm skot og fórum að klikka á dauðafærum var þetta erfitt," sagði Guðlaugur sem prófaði ýmsa nýja hluti í dag eins og að spila með tvo línumenn í sókninni. Hann sagði það hafa gengið ágætlega. "Það kom ágætlega út nokkrum sinnum en þetta er hlutur sem við þurfum að æfa betur. Svo voru nokkrir strákar sem fengu fleiri mínútur í dag en þeir hafa fengið í vetur," sagði Guðlaugur að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira
Valur tryggði sér í dag sæti í úrslitum deildarbikars HSÍ með öruggum sex marka sigri, 26-20, á Fram í íþróttahúsinu við Strandgötu. Valsmenn voru með undirtökin allan tímann en Fram náði aldrei að jafna metin né komast yfir í leiknum. Geir Guðmundsson var markahæstur í liði Vals með sjö mörk en hann og félagi hans á hægri vængnum, Sveinn Aron Sveinsson, drógu vagninn í Valssókninni og skoruðu 12 af 26 mörkum liðsins. Maður leiksins var hins vegar Sigurður Ingiberg Ólafsson sem varði 17 skot í Valsmarkinu, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Hjá Fram var fátt um fína drætti en liðið átti í stórkostlegum vandræðum með að skora úr uppstilltum sóknum í leiknum. Óðinn Þór Ríkharðsson, Sigurður Örn Þorsteinsson, Garðar B. Sigurjónsson og Stefán Baldvin Stefánsson voru markahæstir í liði Frammara með þrjú mörk hver. Valsmenn byrjuðu leikinn mun betur, spiluðu sterka vörn og Sigurður Ingiberg, sem byrjaði í markinu, varði vel. Valur komst í 3-0 og 6-2 en fimm af sex fyrstu mörkum liðsins komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn náðu mest fimm marka forystu, 8-3, um miðjan fyrri hálfleik en þá tóku leikmenn Fram við sér í vörninni og Kristófer Fannar Guðmundsson fann sig betur í markinu. Valur skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og Fram náði tvisvar að minnka muninn í eitt mark. Sóknarleikur þeirra bláklæddu var reyndar slakur en liðið skoraði aðeins sex mörk úr uppstilltum sóknum í fyrri hálfleik og skotnýtingin var aðeins 41%. Valsmenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9, og allt útlit fyrir spennandi seinni hálfleik. Fram byrjaði hann ágætlega og Óðinn Þór minnkaði muninn í 12-11 þegar hann skoraði eftir hraðaupphlaup, en helmingur marka Frammara í leiknum kom eftir hraðar sóknir. Valsmenn létu þetta ekki á sig fá og gáfu aftur í. Þeir juku muninn jafnt og þétt og náðu mest átta marka forystu. Sóknarleikur Fram var vandræðalegur á löngum köflum, boltinn gekk ekkert út í hornin, ógnunin fyrir utan var lítil og mikið var um hnoð. Undir lokin skiptust liðin á mörkum en úrslitunum var ekki haggað. Lokatölur 26-20, Val í vil en liðið mætir annað hvort Haukum eða Aftureldingu í úrslitaleiknum á morgun.Geir: Er enn með samviskubit frá því í fyrra Geir Guðmundsson átti flottan leik þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Deildarbikars HSÍ með 26-20 sigri á Fram. Geir skoraði sjö mörk úr 10 skotum og var að vonum kátur eftir leikinn. Hann sagði Valsmenn hafa verið með góð tök á leiknum og unnið sannfærandi sigur. "Þetta var ekki auðvelt en mér fannst sigurinn aldrei vera í hættu. Þetta var fínt og aðeins þægilegra en ég bjóst við," sagði Geir en Valsmenn komust strax í 3-0 og leiddu allan leikinn. "Við byrjuðum af krafti og það var ekki aftur snúið." Geir sagði að það hafi ekki verið erfitt að koma sér í gang eftir jólin. "Neinei, ég iðaði alveg í skinninu að fara að spila handbolta. "Maður er bara búinn að vera í lyftingasalnum í jólafríinu og það er gaman að spila handbolta aftur," sagði Geir sem er staðráðinn í að vinna Deildarbikarinn en hann var ekki með þegar Valsmenn unnu þennan titil fyrir ári. "Ég hef aldrei unnið þennan titil og er enn með samviskubit frá því í fyrra. Það var ekki séns að ég færi að sleppa þessu núna," sagði Geir glaðbeittur að lokum.Guðlaugur: Fórum inn í skelina Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sagði að sínir menn hefðu farið illa að ráði sínu í sóknarleiknum gegn Val í undanúrslitum Deildarbikarsins í dag. "Mér fannst ekki vera dauft yfir okkur en við förum inn í skel þegar við klúðrum dauðafærum," sagði Guðlaugur eftir leik. "Mér fannst við standa vörnina ágætlega en við náðum kannski ekki að gíra okkur nægilega vel upp í leikinn. Valsmenn unnu þennan leik á vörninni hjá sér og hraðaupphlaupum." Uppstilltur sóknarleikur Fram gekk illa í dag en liðið var þó duglegt að keyra fram og skora úr hraðaupphlaupum en helmingur marka liðsins kom eftir hraðar sóknir. "Við náðum alltaf að saxa á forskotið þegar við kláruðum sóknirnar okkar vel og komust aftur í vörnina. "En um leið og við tókum slæm skot og fórum að klikka á dauðafærum var þetta erfitt," sagði Guðlaugur sem prófaði ýmsa nýja hluti í dag eins og að spila með tvo línumenn í sókninni. Hann sagði það hafa gengið ágætlega. "Það kom ágætlega út nokkrum sinnum en þetta er hlutur sem við þurfum að æfa betur. Svo voru nokkrir strákar sem fengu fleiri mínútur í dag en þeir hafa fengið í vetur," sagði Guðlaugur að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira