Messi skoraði fallegasta markið á síðustu leiktíð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2015 12:00 Lionel Messi fagnar fallegasta markinu á tímabilinu 2014-15. Vísir/AFP Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira