Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 26-28 | Haukar deildarbikarmeistarar í fimmta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2015 23:00 Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar eftir tveggja marka sigur, 26-28, á Val í úrslitaleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar vinna þetta árlega mót þar sem fjögur efstu lið Olís-deildarinnar mætast. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var í Strandgötu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn í kvöld þróaðist ekki ósvipað og leikur Hauka og Aftureldingar í undanúrslitunum í gær. Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukar fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15, eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik. Íslandsmeistararnir héldu Valsmönnum svo í hæfilegri fjarlægð framan af seinni hálfleik en Hlíðarendapiltar komu með sterkt áhlaup á lokakaflanum. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Haukar lönduðu tveggja marka sigri, 26-28. Haukar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 1-4 en þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn voru fljótir að ná áttum og svöruðu með 5-1 kafla og náðu forystunni, 6-5. Báðir markverðirnir voru í góðum gír í fyrri hálfleik; Grétar Ari Guðjónsson varði jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson byrjaði frábærlega en gaf svo eftir líkt og allt Valsliðið. Gunnar Harðarson kom Val í 7-6 þegar 13 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá tóku Íslandsmeistararnir yfir. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15. Haukarnir þéttu vörnina hjá sér og drógu þar með vígtennurnar úr sóknarmönnum Vals. Sóknaraðgerðir Valsmanna voru ómarkvissar og þeir sóttu ítrekað inn á miðjuna, þar sem Haukavörnin var sterkust fyrir. Haukar áttu fleiri ása uppi í erminni í sókninni en Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson voru öflugir á lokamínútum fyrri hálfleiks og skoruðu fimm af sex síðustu mörkum Hauka fyrir hlé. Íslandsmeistararnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu í þrígang sex marka forystu. Sóknin gekk vel og vörnin var áfram sterk þótt Grétar hætti að verja í seinni hálfleik. Valsmönnum virtust allar bjargir bannaðar og þegar 10 mínútur voru til leiksloka var munurinn fimm mörk, 21-26. En þá loksins kom líf í Valsmenn; Hlynur Morthens átti góða innkomu í markið og 5-1 vörn Vals gerði Haukum erfitt fyrir. Valsmenn skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-27. Daníel Þór Ingason var öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk í röð fyrir Val. Í stöðunni 26-27 fengu Haukar vítakast og þar með gullið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir. Janus Daði Smárason steig fram en Hlynur varði skot hans. Valsmenn áttu möguleika á að jafna metin í næstu sókn en Geir Guðmundsson tapaði boltanum klaufalega. Haukarnir spiluðu skynsamlega á lokamínútunni og Egill Eiríksson tryggði sigur Hafnfirðinga þegar hann skoraði 28. mark þeirra. Lokatölur 26-28, Haukum í vil. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en Adam kom næstur með sex. Einar Pétur Pétursson og Heimir Óli Heimisson skoruðu fjögur mörk hvor. Grétar varði 12 skot í markinu (32%). Hjá Valsmönnum var Sveinn Aron Sveinsson atkvæðamestur með sex mörk en Geir kom næstur með fimm. Sigurður varði 11 skot (34%) og Hlynur sex af þeim 13 sem hann fékk á sig eftir að hann kom inn á (46%).Gunnar: Stóru bikararnir eru eftir Haukar unnu í kvöld sinn fyrsta titil undir stjórn Gunnars Magnússonar þegar þeir lögðu Val að velli, 26-28, í úrslitaleik deildarbikarsins. Aðspurður sagðist Gunnar vonast til að þetta væri bara byrjunin á áframhaldandi velgengni Hafnarfjarðarliðsins. "Það er vonandi, stóru bikararnir eru eftir," sagði Gunnar sem er sáttur með uppskeruna á fyrri hluta tímabilsins. "Við förum sáttir í jólafrí. Við efstir í deildinni, komnir áfram í bikarkeppninni, fórum í 3. umferð í Evrópukeppni og orðnir deildarbikarmeistarar. "Engu að síður vitum við að aðalmánuðirnir eru eftir og við þurfum að vera klárir fyrir þá." Leikurinn í kvöld þróaðist á svipaðan hátt og undanúrslitaleikurinn gegn Aftureldingu í gær, þar sem Haukar voru með gott forskot í hálfleik eftir öflugan lokakafla í fyrri hálfleik en gáfu svo eftir á lokakaflanum. Þeir náðu þó að landa sigri í báðum leikjunum. "Mér fannst við hafa frumkvæðið mestallan leikinn og vera sterkari aðilinn en vorum klaufar undir lokin og hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur. En við sýndum styrk með því að klára þetta," sagði Gunnar sem hverfur nú til starfa með karlalandsliðinu þar sem hann er aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar. "Landsliðið byrjar að æfa á morgun og Einar (Jónsson, aðstoðarþjálfari Hauka) sér um þjálfunina á meðan ég er í burtu. Liðið er í góðum höndum og það er oft gott að fá pásu frá mér," sagði Gunnar kankvís að lokum.Óskar Bjarni: Keyrðum ekki neitt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði slakan fyrri hálfleiks hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins í kvöld. Valsmenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, 10-15, og sami munur var á liðunum þegar 10 mínútur voru eftir. En Valsmenn komu þá með gott áhlaup og voru nálægt því að tryggja sér framlengingu. "Við vorum of mikið á hælunum í fyrri hálfleik og ekki nógu sprækir. Kannski duttum við of seint í gírinn en mér fannst við vera komnir með þetta og áttum að ná að jafna," sagði Óskar en Valsmenn unnu þennan titil í fyrra. "Miðað við lokamínúturnar áttum við skilið að fara með leikinn í framlengingu en miðað við fyrri hálfleikinn áttum við ekkert skilið," bætti þjálfarinn við. En hvað vantaði upp á í leik Vals í fyrri hálfleiknum? "Það vantaði nú bara alla þættina. Við vorum lengi til baka, vörnin var góð framan af áður en hún fór að slitna. Svo fengum við engin mörk úr hraðaupphlaupum né hraðri miðju því við keyrðum ekkert," sagði Óskar. Hann sagði að Valsmenn hefðu e.t.v. átt að reyna hleypa leiknum fyrr upp en 5-1 vörn þeirra gerði Haukum erfitt fyrir á lokakaflanum. "Hlynur (Morthens, markvörður Vals) breytir þessu og kannski áttum við að fara fyrr í 5-1 vörn og reyna að hleypa leiknum upp, því 6-0 vörnin virkaði ekki," sagði Óskar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar eftir tveggja marka sigur, 26-28, á Val í úrslitaleik í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar vinna þetta árlega mót þar sem fjögur efstu lið Olís-deildarinnar mætast. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var í Strandgötu í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn í kvöld þróaðist ekki ósvipað og leikur Hauka og Aftureldingar í undanúrslitunum í gær. Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukar fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15, eftir góðan endasprett í fyrri hálfleik. Íslandsmeistararnir héldu Valsmönnum svo í hæfilegri fjarlægð framan af seinni hálfleik en Hlíðarendapiltar komu með sterkt áhlaup á lokakaflanum. Þeim tókst þó ekki að jafna metin og Haukar lönduðu tveggja marka sigri, 26-28. Haukar byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 1-4 en þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup. Valsmenn voru fljótir að ná áttum og svöruðu með 5-1 kafla og náðu forystunni, 6-5. Báðir markverðirnir voru í góðum gír í fyrri hálfleik; Grétar Ari Guðjónsson varði jafnt og þétt allan fyrri hálfleikinn á meðan Sigurður Ingiberg Ólafsson byrjaði frábærlega en gaf svo eftir líkt og allt Valsliðið. Gunnar Harðarson kom Val í 7-6 þegar 13 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þá tóku Íslandsmeistararnir yfir. Þeir skoruðu níu mörk gegn þremur og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn, 10-15. Haukarnir þéttu vörnina hjá sér og drógu þar með vígtennurnar úr sóknarmönnum Vals. Sóknaraðgerðir Valsmanna voru ómarkvissar og þeir sóttu ítrekað inn á miðjuna, þar sem Haukavörnin var sterkust fyrir. Haukar áttu fleiri ása uppi í erminni í sókninni en Adam Haukur Baumruk og Tjörvi Þorgeirsson voru öflugir á lokamínútum fyrri hálfleiks og skoruðu fimm af sex síðustu mörkum Hauka fyrir hlé. Íslandsmeistararnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu í þrígang sex marka forystu. Sóknin gekk vel og vörnin var áfram sterk þótt Grétar hætti að verja í seinni hálfleik. Valsmönnum virtust allar bjargir bannaðar og þegar 10 mínútur voru til leiksloka var munurinn fimm mörk, 21-26. En þá loksins kom líf í Valsmenn; Hlynur Morthens átti góða innkomu í markið og 5-1 vörn Vals gerði Haukum erfitt fyrir. Valsmenn skoruðu fimm mörk gegn einu og minnkuðu muninn í eitt mark, 26-27. Daníel Þór Ingason var öflugur á þessum kafla og skoraði þrjú mörk í röð fyrir Val. Í stöðunni 26-27 fengu Haukar vítakast og þar með gullið tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir. Janus Daði Smárason steig fram en Hlynur varði skot hans. Valsmenn áttu möguleika á að jafna metin í næstu sókn en Geir Guðmundsson tapaði boltanum klaufalega. Haukarnir spiluðu skynsamlega á lokamínútunni og Egill Eiríksson tryggði sigur Hafnfirðinga þegar hann skoraði 28. mark þeirra. Lokatölur 26-28, Haukum í vil. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk en Adam kom næstur með sex. Einar Pétur Pétursson og Heimir Óli Heimisson skoruðu fjögur mörk hvor. Grétar varði 12 skot í markinu (32%). Hjá Valsmönnum var Sveinn Aron Sveinsson atkvæðamestur með sex mörk en Geir kom næstur með fimm. Sigurður varði 11 skot (34%) og Hlynur sex af þeim 13 sem hann fékk á sig eftir að hann kom inn á (46%).Gunnar: Stóru bikararnir eru eftir Haukar unnu í kvöld sinn fyrsta titil undir stjórn Gunnars Magnússonar þegar þeir lögðu Val að velli, 26-28, í úrslitaleik deildarbikarsins. Aðspurður sagðist Gunnar vonast til að þetta væri bara byrjunin á áframhaldandi velgengni Hafnarfjarðarliðsins. "Það er vonandi, stóru bikararnir eru eftir," sagði Gunnar sem er sáttur með uppskeruna á fyrri hluta tímabilsins. "Við förum sáttir í jólafrí. Við efstir í deildinni, komnir áfram í bikarkeppninni, fórum í 3. umferð í Evrópukeppni og orðnir deildarbikarmeistarar. "Engu að síður vitum við að aðalmánuðirnir eru eftir og við þurfum að vera klárir fyrir þá." Leikurinn í kvöld þróaðist á svipaðan hátt og undanúrslitaleikurinn gegn Aftureldingu í gær, þar sem Haukar voru með gott forskot í hálfleik eftir öflugan lokakafla í fyrri hálfleik en gáfu svo eftir á lokakaflanum. Þeir náðu þó að landa sigri í báðum leikjunum. "Mér fannst við hafa frumkvæðið mestallan leikinn og vera sterkari aðilinn en vorum klaufar undir lokin og hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur. En við sýndum styrk með því að klára þetta," sagði Gunnar sem hverfur nú til starfa með karlalandsliðinu þar sem hann er aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar. "Landsliðið byrjar að æfa á morgun og Einar (Jónsson, aðstoðarþjálfari Hauka) sér um þjálfunina á meðan ég er í burtu. Liðið er í góðum höndum og það er oft gott að fá pásu frá mér," sagði Gunnar kankvís að lokum.Óskar Bjarni: Keyrðum ekki neitt Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði slakan fyrri hálfleiks hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins í kvöld. Valsmenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, 10-15, og sami munur var á liðunum þegar 10 mínútur voru eftir. En Valsmenn komu þá með gott áhlaup og voru nálægt því að tryggja sér framlengingu. "Við vorum of mikið á hælunum í fyrri hálfleik og ekki nógu sprækir. Kannski duttum við of seint í gírinn en mér fannst við vera komnir með þetta og áttum að ná að jafna," sagði Óskar en Valsmenn unnu þennan titil í fyrra. "Miðað við lokamínúturnar áttum við skilið að fara með leikinn í framlengingu en miðað við fyrri hálfleikinn áttum við ekkert skilið," bætti þjálfarinn við. En hvað vantaði upp á í leik Vals í fyrri hálfleiknum? "Það vantaði nú bara alla þættina. Við vorum lengi til baka, vörnin var góð framan af áður en hún fór að slitna. Svo fengum við engin mörk úr hraðaupphlaupum né hraðri miðju því við keyrðum ekkert," sagði Óskar. Hann sagði að Valsmenn hefðu e.t.v. átt að reyna hleypa leiknum fyrr upp en 5-1 vörn þeirra gerði Haukum erfitt fyrir á lokakaflanum. "Hlynur (Morthens, markvörður Vals) breytir þessu og kannski áttum við að fara fyrr í 5-1 vörn og reyna að hleypa leiknum upp, því 6-0 vörnin virkaði ekki," sagði Óskar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira