Verði af aukatónleikum mun miðaverð ekki verða lægra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. desember 2015 14:15 „Við erum einkafyrirtæki, þetta er einkaframtak í einkarekstri, og ef eitthvað fer úrskeiðis þá er enginn sem stekkur til hliðar og reddar okkur,“ segir Ísleifur. vísir/getty/vilhelm „Það er í raun ekkert að frétta eins og er. Málið fór í ákveðna biðstöðu yfir hátíðirnar og staðan hefur hvorki versnað né skánað,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu. Líkt og þekkt er stendur hann fyrir tónleikum kanadísku stórstjörnunnar Justin Bieber hér á landi 9. september á næsta ári. Miðasala á tónleika popparans fór fram 19. desember og seldust miðarnir sem í boði voru upp á þremur korterum. Tæplega helmingur af miðunum 19.000 var seldur í almennri miðasölu en áður höfðu um 9.000 miðar verið seldir í ýmsum forsölum og til fyrirtækja. Þegar mest lét voru um 11.000 manns í biðröð og því ljóst að eftirspurnin eftir miðum var miklu, miklu meiri en framboðið. Fjölmargir voru gramir yfir því að missa af miðum og helltu úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum eftir miðasöluna.Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í miðasöluröðina „Það er alveg rétt að við hefðum getað haft miðana dýrari en við sjáum ekkert eftir verðinu sem við ákváðum,“ svarar Ísleifur aðspurður um hvort miðarnir hafi ekki verið kolrangt verðlagðir miðað við eftirspurnina. „Við seldum 19.000 miða á landi þar sem rétt rúmlega 300.000 manns búa og það datt hreinlega engum í hug að eftirspurnin yrði svona mikil.“ „Tónleikar af þessari stærðargráðu er fjárhagsleg áhætta upp á mörg hundruð milljón krónur og það er meira en að segja það fyrir einkafyrirtæki. Við erum einkafyrirtæki, þetta er einkaframtak í einkarekstri, og ef eitthvað fer úrskeiðis þá er enginn sem stekkur til hliðar og reddar okkur,“ segir Ísleifur. Tónleikahald getur verið gífurlegt fyrirtæki. Það þarf að borga tónlistarfólkinu laun sem og öllum þeim sem starfsmönnum sem því fylgir til landsins. Starfsfólk þurfi á tónleikana, það þurfi að leigja hús o.s.frv. Þegar allir kostnaðarliðir höfðu verið teknir með inn í reikninginn var lendingin að miðaverð skyldi vera 15.990 krónur í stæði en 29.990 krónur í dýrari stúkustæðunum. „Við veðjuðum á að þessi fjöldi miða myndi seljast á þessu verði.“Nýjasta tónlistarmyndband Bieber, við lagið I'll Show You, er allt tekið upp á Íslandi.Ómögulegt að láta alla mynda físíska röð Erlendis þekkist það að miðar séu á „fljótandi verði“ en þá hækkar miðaverð eða lækkar eftir því hvort eftirspurn sé meiri eða minni en áætlað var. Ísleifur segir að ef til þess hefði verið gripið þá hefði miðaverð mögulega hækkað á milli forsölunnar og almennu sölunnar. „Hingað til höfum við ekki notast við fljótandi verð og það er ólíklegt að við séum á leið í það. Við viljum tryggja jafnræði eins og unnt er. Einhver benti á að fullkomið jafnræði hefði náðst ef uppboð hefði farið fram á miðunum, en þá hefðu þeir náttúrlega endað margfalt dýrari en raun ber vitni. Hin leiðin hefði verið að láta alla mynda einfalda físíska röð, en hvorugur þessara möguleika er raunhæfur, augljóslega.“ Í ljósi þess að miðaverð var ekki ákveðið með það í huga finna hið fullkomna jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar er markmiðið nú að reyna svara eftirspurninni með aukatónleikum. Tónleikar Bieber hér á landi eru þeir fyrstu í Purpose tónleikaröð hans og því líklega auðveldara en ella að koma aukatónleikum fyrir á dagskránni.Sjá einnig: Nýtt tónlistarmyndband Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Aðspurður um miðaverð á aukatónleikunum, ef af þeim verður, segir Ísleifur að það komi ekkert annað til greina en að verðið á þá verði nákvæmlega það sama. Ekki komi til greina að lækka miðaverðið á aukatónleikana tónleikana og endurgreiða þá hluta verðsins á hinum. „Þegar „lókal“ tónleikahaldari stendur fyrir tónleikum þá er áhættan öll á honum. Tónlistarmaðurinn hefur semur um sína tryggingu og fær alltaf ákveðið lágmark auk þess að ef vel gengur þá tekur hann hluta þess til sín. Þannig það er er ekki svigrúm til þess auk þess.“Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum í fyrra eru einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi. Ísleifur segir illmögulegt að halda stærri innitónleika á landinu.vísir/andri marinóIllmögulegt að halda stærri tónleika á Íslandi „Það sem er það jákvæðasta í þessu öllu saman er að nú vitum við það að ef listamaðurinn er nægilega stórt nafn þá er hægt að selja 19.000 miða. Miðað við eftirspurnina þá hefði greinilega verið mögulegt að selja tvöfalt fleiri miða. Þetta er í raun ný vitneskja og getur haft áhrif á framhaldið, hvað við gerum næst og rammar inn upp á nýtt hvað er hægt og hvað ekki á þessu landi,“ segir Ísleifur. Fyrsta skrefið hafi verið að hægt væri að fá stjörnur á borð við Justin Timberlake og nafna hans Bieber til landsins. Ef ráð er gert fyrir því að eftirspurnin verði aftur svona mikil þýðir það að möguleiki sé á hærra miðaverði eða aukatónleikum. Það leiði síðan af sér að hægt sé að fá til landsins listamenn sem áður var ekki hægt að fá hingað einfaldlega vegna þess að þeir voru of dýrir. „Það sem stendur helst í vegi fyrir því er að það komast ekki fleiri fyrir í Kórnum og það er stærsta húsið sem í boði er. Aukatónleikar geta verið möguleiki en það er erfitt að halda stærri tónleika hér á landi nema að halda þá utandyra,“ segir Ísleifur og bætir við að afar ólíklegt sé að af útitónleikum af slíkri stærðargráðu verði. „Það er nógu mikil áhætta fyrir af tónleikahaldi. Það að ætla að veðja á veðurguðina líka hljómar eins og nokkuð örugg leið til að lenda í vandræðum.“ Ísleifur vill ekkert láta uppi við hvaða tónlistarmenn fyrirtækið sé í viðræðum við. „Eitt af því jákvæða í þessu er einnig að tónleikabransinn á Íslandi er kominn á þann stall að ef einhver er á leiðinni á túr þá hafa umboðsmennirnir samband við okkur og við skoðum málið.“ „Það veltur þá á tímasetningu, hvort það sé hentugt að koma til Íslands, hvort túrinn sé sáttur við þær græjur sem eru til og til í að fljúga því sem upp á vantar til landsins. Og stóra spurningin er alltaf hvort við getum borgað uppsett verð. Ef við teljum það líklegt þá er málið skoðað,“ segir Ísleifur að lokum. Nú er bara spurningin hvort stemningin á tónleikunum, hvort sem af aukatónleikum verður eður ei, verði jafn mikil og hér að neðan? Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Leikstjóri myndbandsins I'll Show You segir að það hafi aldrei verið ætlunin að taka upp myndband hér á landi. 20. desember 2015 19:58 Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Talið að Bieber hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi 22. desember 2015 09:00 Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22 Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:32 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
„Það er í raun ekkert að frétta eins og er. Málið fór í ákveðna biðstöðu yfir hátíðirnar og staðan hefur hvorki versnað né skánað,“ segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu. Líkt og þekkt er stendur hann fyrir tónleikum kanadísku stórstjörnunnar Justin Bieber hér á landi 9. september á næsta ári. Miðasala á tónleika popparans fór fram 19. desember og seldust miðarnir sem í boði voru upp á þremur korterum. Tæplega helmingur af miðunum 19.000 var seldur í almennri miðasölu en áður höfðu um 9.000 miðar verið seldir í ýmsum forsölum og til fyrirtækja. Þegar mest lét voru um 11.000 manns í biðröð og því ljóst að eftirspurnin eftir miðum var miklu, miklu meiri en framboðið. Fjölmargir voru gramir yfir því að missa af miðum og helltu úr skálum reiði sinnar á samfélagsmiðlum eftir miðasöluna.Sjá einnig: Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í miðasöluröðina „Það er alveg rétt að við hefðum getað haft miðana dýrari en við sjáum ekkert eftir verðinu sem við ákváðum,“ svarar Ísleifur aðspurður um hvort miðarnir hafi ekki verið kolrangt verðlagðir miðað við eftirspurnina. „Við seldum 19.000 miða á landi þar sem rétt rúmlega 300.000 manns búa og það datt hreinlega engum í hug að eftirspurnin yrði svona mikil.“ „Tónleikar af þessari stærðargráðu er fjárhagsleg áhætta upp á mörg hundruð milljón krónur og það er meira en að segja það fyrir einkafyrirtæki. Við erum einkafyrirtæki, þetta er einkaframtak í einkarekstri, og ef eitthvað fer úrskeiðis þá er enginn sem stekkur til hliðar og reddar okkur,“ segir Ísleifur. Tónleikahald getur verið gífurlegt fyrirtæki. Það þarf að borga tónlistarfólkinu laun sem og öllum þeim sem starfsmönnum sem því fylgir til landsins. Starfsfólk þurfi á tónleikana, það þurfi að leigja hús o.s.frv. Þegar allir kostnaðarliðir höfðu verið teknir með inn í reikninginn var lendingin að miðaverð skyldi vera 15.990 krónur í stæði en 29.990 krónur í dýrari stúkustæðunum. „Við veðjuðum á að þessi fjöldi miða myndi seljast á þessu verði.“Nýjasta tónlistarmyndband Bieber, við lagið I'll Show You, er allt tekið upp á Íslandi.Ómögulegt að láta alla mynda físíska röð Erlendis þekkist það að miðar séu á „fljótandi verði“ en þá hækkar miðaverð eða lækkar eftir því hvort eftirspurn sé meiri eða minni en áætlað var. Ísleifur segir að ef til þess hefði verið gripið þá hefði miðaverð mögulega hækkað á milli forsölunnar og almennu sölunnar. „Hingað til höfum við ekki notast við fljótandi verð og það er ólíklegt að við séum á leið í það. Við viljum tryggja jafnræði eins og unnt er. Einhver benti á að fullkomið jafnræði hefði náðst ef uppboð hefði farið fram á miðunum, en þá hefðu þeir náttúrlega endað margfalt dýrari en raun ber vitni. Hin leiðin hefði verið að láta alla mynda einfalda físíska röð, en hvorugur þessara möguleika er raunhæfur, augljóslega.“ Í ljósi þess að miðaverð var ekki ákveðið með það í huga finna hið fullkomna jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar er markmiðið nú að reyna svara eftirspurninni með aukatónleikum. Tónleikar Bieber hér á landi eru þeir fyrstu í Purpose tónleikaröð hans og því líklega auðveldara en ella að koma aukatónleikum fyrir á dagskránni.Sjá einnig: Nýtt tónlistarmyndband Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Aðspurður um miðaverð á aukatónleikunum, ef af þeim verður, segir Ísleifur að það komi ekkert annað til greina en að verðið á þá verði nákvæmlega það sama. Ekki komi til greina að lækka miðaverðið á aukatónleikana tónleikana og endurgreiða þá hluta verðsins á hinum. „Þegar „lókal“ tónleikahaldari stendur fyrir tónleikum þá er áhættan öll á honum. Tónlistarmaðurinn hefur semur um sína tryggingu og fær alltaf ákveðið lágmark auk þess að ef vel gengur þá tekur hann hluta þess til sín. Þannig það er er ekki svigrúm til þess auk þess.“Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum í fyrra eru einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi. Ísleifur segir illmögulegt að halda stærri innitónleika á landinu.vísir/andri marinóIllmögulegt að halda stærri tónleika á Íslandi „Það sem er það jákvæðasta í þessu öllu saman er að nú vitum við það að ef listamaðurinn er nægilega stórt nafn þá er hægt að selja 19.000 miða. Miðað við eftirspurnina þá hefði greinilega verið mögulegt að selja tvöfalt fleiri miða. Þetta er í raun ný vitneskja og getur haft áhrif á framhaldið, hvað við gerum næst og rammar inn upp á nýtt hvað er hægt og hvað ekki á þessu landi,“ segir Ísleifur. Fyrsta skrefið hafi verið að hægt væri að fá stjörnur á borð við Justin Timberlake og nafna hans Bieber til landsins. Ef ráð er gert fyrir því að eftirspurnin verði aftur svona mikil þýðir það að möguleiki sé á hærra miðaverði eða aukatónleikum. Það leiði síðan af sér að hægt sé að fá til landsins listamenn sem áður var ekki hægt að fá hingað einfaldlega vegna þess að þeir voru of dýrir. „Það sem stendur helst í vegi fyrir því er að það komast ekki fleiri fyrir í Kórnum og það er stærsta húsið sem í boði er. Aukatónleikar geta verið möguleiki en það er erfitt að halda stærri tónleika hér á landi nema að halda þá utandyra,“ segir Ísleifur og bætir við að afar ólíklegt sé að af útitónleikum af slíkri stærðargráðu verði. „Það er nógu mikil áhætta fyrir af tónleikahaldi. Það að ætla að veðja á veðurguðina líka hljómar eins og nokkuð örugg leið til að lenda í vandræðum.“ Ísleifur vill ekkert láta uppi við hvaða tónlistarmenn fyrirtækið sé í viðræðum við. „Eitt af því jákvæða í þessu er einnig að tónleikabransinn á Íslandi er kominn á þann stall að ef einhver er á leiðinni á túr þá hafa umboðsmennirnir samband við okkur og við skoðum málið.“ „Það veltur þá á tímasetningu, hvort það sé hentugt að koma til Íslands, hvort túrinn sé sáttur við þær græjur sem eru til og til í að fljúga því sem upp á vantar til landsins. Og stóra spurningin er alltaf hvort við getum borgað uppsett verð. Ef við teljum það líklegt þá er málið skoðað,“ segir Ísleifur að lokum. Nú er bara spurningin hvort stemningin á tónleikunum, hvort sem af aukatónleikum verður eður ei, verði jafn mikil og hér að neðan?
Justin Bieber á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Leikstjóri myndbandsins I'll Show You segir að það hafi aldrei verið ætlunin að taka upp myndband hér á landi. 20. desember 2015 19:58 Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Talið að Bieber hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi 22. desember 2015 09:00 Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22 Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:32 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10
Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Leikstjóri myndbandsins I'll Show You segir að það hafi aldrei verið ætlunin að taka upp myndband hér á landi. 20. desember 2015 19:58
Bieber sagður sérlega spenntur fyrir Íslandi Talið að Bieber hafi beðið sérstaklega um að það væru tónleikar í túrnum á Íslandi 22. desember 2015 09:00
Örvænting greip um sig í Bieber-forsölunni Forsala WOW Air, Pepsi Max og Senu á tónleika Justin Bieber hófst klukkan tíu í dag. 18. desember 2015 11:22
Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:32