Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2015 13:49 Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58