Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 16:00 Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. vísir/vilhelm Lítið hefur miðað í samningsátt í kjaraviðræðum sjómanna við útgerðina, og íhuga sjómenn nú að grípa til verkfallsaðgerða á næsta ári. Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að báðir aðilar þurfi að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum. „Við erum tilbúin til að setjast niður og halda áfram að ræða málin með það að markmiði að ná samkomulagi. Til þess held ég að aðilar verði að vera tilbúnir til að ræða saman á yfirvegaðan hátt um þessi atriði sem standa út af. Þannig að við vonumst auðvitað til þess að ekki komi til verkfalla, bara að samningaleiðin nái fram að ganga. En þeir hafa finnst mér verið yfirlýsingaglaðir á síðustu dögum. Við höfum sannarlega tekið eftir því,“ segir Haukur.Staðan stirð Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Deiluaðilar hafa reglulega sest við samningaborðið á þeim tíma en viðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að erfiðlega hafi gengið að ræða við samninganefndina. Kröfur SFS væru með öllu óásættanlegar, en úr viðræðunum slitnaði í byrjun desembermánaðar. „Okkur hefur að sama skapi fundist skorta það að vilji sé til að ræða á yfirvegaðan hátt um efnisatriði málsins. Þetta er klárlega stirt eins og staðan er núna en við verðum bara að bíða og sjá, ræða þetta okkar á milli og sjá hvernig rétt er að bregðast við og haga framhaldinu,“ segir Haukur.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞurfa að mætast á miðri leið Aðspurður segir hann koma til greina að draga einhverjar kröfur í land – en að sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur aleg á því. En við nálgumst málið bara með þeim hætti þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að ræða það að hittast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. Þá erum við tilbúin til að skoða það allt saman. Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Gert er ráð fyrir að afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða liggi fyrir um miðjan janúar og gætu þeir þá gripið til aðgerða í mars. Haukur segist binda vonir við að málin leysist sem fyrst. „Ef það er niðurstaða manna að grípa til slíkra aðgerða þá verður maður auðvitað bara að spila eftir því eða bregðast við ef svo liggur fyrir. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess og teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“ Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Lítið hefur miðað í samningsátt í kjaraviðræðum sjómanna við útgerðina, og íhuga sjómenn nú að grípa til verkfallsaðgerða á næsta ári. Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir ljóst að báðir aðilar þurfi að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum. „Við erum tilbúin til að setjast niður og halda áfram að ræða málin með það að markmiði að ná samkomulagi. Til þess held ég að aðilar verði að vera tilbúnir til að ræða saman á yfirvegaðan hátt um þessi atriði sem standa út af. Þannig að við vonumst auðvitað til þess að ekki komi til verkfalla, bara að samningaleiðin nái fram að ganga. En þeir hafa finnst mér verið yfirlýsingaglaðir á síðustu dögum. Við höfum sannarlega tekið eftir því,“ segir Haukur.Staðan stirð Sjómenn hafa verið samningslausir í um fimm ár. Deiluaðilar hafa reglulega sest við samningaborðið á þeim tíma en viðræður hófust fyrir alvöru nú í haust. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að erfiðlega hafi gengið að ræða við samninganefndina. Kröfur SFS væru með öllu óásættanlegar, en úr viðræðunum slitnaði í byrjun desembermánaðar. „Okkur hefur að sama skapi fundist skorta það að vilji sé til að ræða á yfirvegaðan hátt um efnisatriði málsins. Þetta er klárlega stirt eins og staðan er núna en við verðum bara að bíða og sjá, ræða þetta okkar á milli og sjá hvernig rétt er að bregðast við og haga framhaldinu,“ segir Haukur.Sjá einnig: Sjómenn vilja láta sverfa til stálsÞurfa að mætast á miðri leið Aðspurður segir hann koma til greina að draga einhverjar kröfur í land – en að sjómenn þurfi að gera slíkt hið sama. „Eins og í öllum samningum held ég að hvorugur aðili fái allar sínar kröfur í gegn og við áttum okkur aleg á því. En við nálgumst málið bara með þeim hætti þegar báðir aðilar eru tilbúnir til að ræða það að hittast einhvers staðar á miðri leið í ákveðnum málum til að ná einhverjum fleti. Þá erum við tilbúin til að skoða það allt saman. Það er erfitt að ná samningum ef hvorugur aðili ætlar að gefa tommu eftir.“ Gert er ráð fyrir að afstaða sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða liggi fyrir um miðjan janúar og gætu þeir þá gripið til aðgerða í mars. Haukur segist binda vonir við að málin leysist sem fyrst. „Ef það er niðurstaða manna að grípa til slíkra aðgerða þá verður maður auðvitað bara að spila eftir því eða bregðast við ef svo liggur fyrir. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess og teljum að það sé hægt að leysa málin án þess að fara út í slíkar aðgerðir, en það er auðvitað þeirra að ákveða það.“
Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58
Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á. 29. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49