Kom úr skápnum sem klæðskiptingur: „Manneskjan er að klæða sig og mála sig því henni finnst það flott“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 21:46 Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015 Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015
Ísland í dag Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira