Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2015 12:00 Gunnar Nelson berst gegn Demian Maia á UFC 194. vísir/getty Gunnar Nelson stígur inn í búrið aðra nótt gegn Brasilíumanninum Demian Maia. Þetta er bardagi sem margir hafa beðið eftir en Maia og Gunnar eru taldir tveir af bestu gólfglímumönnum heims. „Maia er einn sá besti sem hefur komið úr BJJ og náð að færa það yfir í blandaðar bardagalistir. Gunni á samt eftir að sýna að hann er besti gólfglímumaðurinn í blönduðum bardagalistum. Hann lærði gólfglímu til að nota í bardaga en ekki í jiu jitsu keppnum,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars, í viðtali við MMA Fréttir.Sjá einnig:Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum Kavanagh þekkir vel til Demian Maia og ber mikla virðingu fyrir gólfglímuhæfni hans. Hann vill þó meina að Gunni sé betri bardagamaður. „Maia er magnaður í gólfinu en eins og í bardaganum gegn Rory McDonald varð hann þreyttur þrátt fyrir að vera ofan á í fyrstu lotu,“ segir Kavanagh.Gunnar Nelson og John Kavanagh.vísir/gettyBerst vonandi um titilinn í sumar „Maia var stressaður þegar hann var standandi. Ég veit ekki hvort orðið stress sé til í íslenskum orðaforða og þó það sé til skilur Gunni það hvort sem er ekkert.“ „Ég held að hann reyni að fara í gólfið. Maia fór í gegnum skeið þar sem hann reyndi að berjast standandi en slasaði sig bara.“Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Írinn Kavanagh er virtasti MMA-þjálfarinn á Bretlandseyjum og hefur gert honum gott að þjálfa bæði Gunnar Nelson og írsku ofurstjörnuna Conor McGregor. Hann hefur kennt Gunnari ansi mikið og prófað meira að segja brögðin hans Maia á okkar manni. „Maia er góður í gólfinu, svo góður að ég skal viðurkenna að ég stal hreyfingum frá honum sem ég kenni mínum nemendum. Ég hef samt reynt brögðin hans Maia á Gunna en það er ekkert grín að að ná þessum brögðum á mjöðmunum á Gunna,“ segir Kavanagh, en hvað gerist hjá Gunnari ef hann vinnur? „Vonandi fær hann bardaga í mars eða apríl og svo berst hann um veltivigtartitilinn á UFC 200 þar sem Conor ver vonandi sinn titil í fjaðurvigtinni sama kvöld. Þannig sé ég þetta fara,“ segir John Kavanagh. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Gunnar Nelson stígur inn í búrið aðra nótt gegn Brasilíumanninum Demian Maia. Þetta er bardagi sem margir hafa beðið eftir en Maia og Gunnar eru taldir tveir af bestu gólfglímumönnum heims. „Maia er einn sá besti sem hefur komið úr BJJ og náð að færa það yfir í blandaðar bardagalistir. Gunni á samt eftir að sýna að hann er besti gólfglímumaðurinn í blönduðum bardagalistum. Hann lærði gólfglímu til að nota í bardaga en ekki í jiu jitsu keppnum,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars, í viðtali við MMA Fréttir.Sjá einnig:Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum Kavanagh þekkir vel til Demian Maia og ber mikla virðingu fyrir gólfglímuhæfni hans. Hann vill þó meina að Gunni sé betri bardagamaður. „Maia er magnaður í gólfinu en eins og í bardaganum gegn Rory McDonald varð hann þreyttur þrátt fyrir að vera ofan á í fyrstu lotu,“ segir Kavanagh.Gunnar Nelson og John Kavanagh.vísir/gettyBerst vonandi um titilinn í sumar „Maia var stressaður þegar hann var standandi. Ég veit ekki hvort orðið stress sé til í íslenskum orðaforða og þó það sé til skilur Gunni það hvort sem er ekkert.“ „Ég held að hann reyni að fara í gólfið. Maia fór í gegnum skeið þar sem hann reyndi að berjast standandi en slasaði sig bara.“Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Írinn Kavanagh er virtasti MMA-þjálfarinn á Bretlandseyjum og hefur gert honum gott að þjálfa bæði Gunnar Nelson og írsku ofurstjörnuna Conor McGregor. Hann hefur kennt Gunnari ansi mikið og prófað meira að segja brögðin hans Maia á okkar manni. „Maia er góður í gólfinu, svo góður að ég skal viðurkenna að ég stal hreyfingum frá honum sem ég kenni mínum nemendum. Ég hef samt reynt brögðin hans Maia á Gunna en það er ekkert grín að að ná þessum brögðum á mjöðmunum á Gunna,“ segir Kavanagh, en hvað gerist hjá Gunnari ef hann vinnur? „Vonandi fær hann bardaga í mars eða apríl og svo berst hann um veltivigtartitilinn á UFC 200 þar sem Conor ver vonandi sinn titil í fjaðurvigtinni sama kvöld. Þannig sé ég þetta fara,“ segir John Kavanagh. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00
Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37