Utan vallar: Persónulegt stríð á milli Conor og Aldo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2015 20:42 Dana White stígur loksins frá í nótt og leyfir þessum mönnum að takast á. vísir/getty Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök. MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök.
MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00
Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15