Vilja koma Kevi heim Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Fjölskyldan var flutt í lögreglufylgd af landi brott á fimmtudag Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móðurmálið. Katrín Oddsdóttir lögmaður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra. Alþingi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúkdóm. Sjúkdómurinn er lífshættulegur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móðurmálið. Katrín Oddsdóttir lögmaður segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira