Merkel vill verulega fækkun á fjölda flóttamanna sem leita til Þýskalands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2015 12:13 Angela Merkel segir að leita verði leiða til að draga úr komu flóttamanna til Þýskalands. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill sjá verulega fækkun á fjölda flóttamanna sem leita til Þýskalands á hverju ári. Hún hefur að undanförnu fundið fyrir þrýstingi flokksfélaga sinna í þessum málum en flokksþing flokks hennar, Kristilegra demókrata, hefst í dag. Hingað til hefur Merkel staðist þrýsting frá ákveðnum hópi samflokksmanna hennar sem vilja setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma til Þýskalands en talið er að meira en 340.000 flóttamenn muni koma til landsins á þessu ári.Sjá einnig: Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi„Við höfum meðtekið áhyggjur fólks sem hefur áhyggjur af framtíðinni og við viljum sjá verulega fækkun á því fólki sem kemur hingað til okkar,“ sagði Merkel í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD. Merkel tók það sérstaklega fram að ekki væri um að ræða einhverskonar þak á fjölda flóttamanna. Í tillögunni hennar, sem rædd verður á flokksþingi Kristilega demótrata, væri gert ráð fyrir aukinni samvinnu við Tyrkland og að bæta ætti flóttamannabúðir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu auk þess sem mikilvægt væri að styrkja ytri landamæri Evrópu.Sjá einnig: Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu áriMerkel hefur vakið athygli og aðdáun margra fyrir stuðning hennar við flóttamenn og var hún meðal annars nýverið valin maður ársins hjá tímaritinu Time.Stuðningur við hana heima fyrir hefur þó fallið og íhaldssamir gagnrýnendur hennar vilja að henni takist að fækka fjölda flóttamanna sem koma til landsins fyrir þrjár svæðisbundnar kosningar í mars ella séu möguleikar hennar á að verða kosin i fjórða sinn verulega laskaðir. Mikil gleði var á jólaballi félagsins sem var haldið á laugardaginn í Gullhömrum. Dansað í kring um jólatré og hressir jólasveinar heimsóttu okkur.Posted by Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar on Monday, 14 December 2015 Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill sjá verulega fækkun á fjölda flóttamanna sem leita til Þýskalands á hverju ári. Hún hefur að undanförnu fundið fyrir þrýstingi flokksfélaga sinna í þessum málum en flokksþing flokks hennar, Kristilegra demókrata, hefst í dag. Hingað til hefur Merkel staðist þrýsting frá ákveðnum hópi samflokksmanna hennar sem vilja setja þak á fjölda flóttamanna sem fá að koma til Þýskalands en talið er að meira en 340.000 flóttamenn muni koma til landsins á þessu ári.Sjá einnig: Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi„Við höfum meðtekið áhyggjur fólks sem hefur áhyggjur af framtíðinni og við viljum sjá verulega fækkun á því fólki sem kemur hingað til okkar,“ sagði Merkel í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD. Merkel tók það sérstaklega fram að ekki væri um að ræða einhverskonar þak á fjölda flóttamanna. Í tillögunni hennar, sem rædd verður á flokksþingi Kristilega demótrata, væri gert ráð fyrir aukinni samvinnu við Tyrkland og að bæta ætti flóttamannabúðir í Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu auk þess sem mikilvægt væri að styrkja ytri landamæri Evrópu.Sjá einnig: Þjóðverjar búast við allt að 750 þúsund flóttamönnum á þessu áriMerkel hefur vakið athygli og aðdáun margra fyrir stuðning hennar við flóttamenn og var hún meðal annars nýverið valin maður ársins hjá tímaritinu Time.Stuðningur við hana heima fyrir hefur þó fallið og íhaldssamir gagnrýnendur hennar vilja að henni takist að fækka fjölda flóttamanna sem koma til landsins fyrir þrjár svæðisbundnar kosningar í mars ella séu möguleikar hennar á að verða kosin i fjórða sinn verulega laskaðir. Mikil gleði var á jólaballi félagsins sem var haldið á laugardaginn í Gullhömrum. Dansað í kring um jólatré og hressir jólasveinar heimsóttu okkur.Posted by Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar on Monday, 14 December 2015
Flóttamenn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira