Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið áður hafa veitt flóttamönnum liðsinni við að koma sér fyrir á landinu. „Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður. Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður.
Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira