Innlent

Búist við meiri tekjum af ferðamönnum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tekjur af erlendum ferðamönnum námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári.
Tekjur af erlendum ferðamönnum námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári. Fréttablaðið/Vilhelm
Í dag birtir Hagstofan upplýsingar um þjónustujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Að mati Hagfræðideildar Landsbankans er ekki ástæða til annars en að ætla að tekjur af erlendum ferðamönnum aukist verulega á milli ára.

Tekjur af erlendum ferðamönnum námu um 303 milljörðum króna á síðasta ári, eða 28 prósentum alls útflutnings frá landinu. Í fréttabréfi sínu í gær gerði hagfræðideildin grein fyrir því hvernig tekjur af ferðamönnum hafa haldist í hendur við fjölda og fjölgun ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll. Talsverð fjölgun varð á ferðamönnum á þriðja ársfjórðungi frá því á sama tímabili fyrir ári og gera má því ráð fyrir að tekjurnar verði eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×