„Jordan sagði mér að njóta síðasta tímabilsins“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2015 06:00 Tveir frábærir: Michael Jordan og Kobe Bryant. Vísir/Getty „Kæri körfubolti. Frá deginum sem ég fór að gera körfubolta úr sokkum föður míns og skjóta ímynduðum sigurkörfum í Forum-höllinni hef ég vitað að eitt var raunverulegt. Ég varð ástfanginn af þér.“ Svona hefst ljóðið hans Kobe Bryant sem hann sendi út aðfaranótt mánudags til þess að láta heiminn vita að núverandi tímabil verði hans svanasöngur í NBA-deildinni. „Ég byrjaði að hlaupa. Ég hljóp fram og aftur völlinn. Þú fórst fram á mitt besta en ég gaf þér hjarta mitt,“ heldur Kobe áfram í þessu dramatíska ljóði sem eðlilega hefur vakið mikla athygli. Enginn er eilífur og tíminn nær öllum að lokum. Líka hinum 37 ára gamla Kobe Bean Bryant. „Hjarta mitt getur tekið við höggunum. Hugur minn ræður við álagið en líkaminn veit að það er kominn tími til að kveðja. Það er í fínu lagi því ég er tilbúinn að sleppa takinu,“ stendur enn fremur í ljóðinu góða.Vísir/GettySleppti háskólanum Kobe var að drífa sig er hann var ungur maður. Tók áhættuna og hoppaði aðeins 18 ára gamall úr framhaldsskóla í NBA-deildina. Sleppti því að fara í háskóla. Þetta síðasta tímabil hans í deildinni verður hans tuttugasta. Uppskeran á þessum 20 árum er ansi ríkuleg. Fimm NBA-titlar, tvö Ólympíugull og ótal einstaklingsverðlaun svo fátt eitt sé talið. Hann er líka þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem hefur náð 20 árum með sama félaginu. Kobe var valinn 13. í nýliðavalinu af Charlotte Hornets. Félagið hafði svo ekki trú á honum og skipti við LA Lakers sem tók á móti honum fegins hendi. Fyrir það er Kobe þakklátur í dag.Vísir/GettyMaðurinn sem seldi deildina Kobe var að mörgu leyti bjargvættur fyrir NBA-deildina í mörg ár sem var í smá krísu eftir að Michael Jordan hafði lagt skóna á hilluna. Þá vantaði andlit með deildinni. Kobe var brúin fyrir NBA yfir að LeBron James, Kevin Durant og Stephen Curry. Vissulega voru fleiri frábærir leikmenn í deildinni á þeim tíma sem stjarna Kobe skein hvað skærast en hann var sá leikmaður sem seldi flesta aðgöngumiða og treyjur. Það vildu allir sjá Kobe Bryant spila. Úrslitaeinvígi Lakers og Detroit Pistons árið 2004 fékk mest sjónvarpsáhorf síðan Jordan var síðast í úrslitum árið 1998. Á árunum 2000 til 2010 eru fjögur úrslitaeinvígi með virkilega gott áhorf. Þau hafa einn samnefnara – Kobe Bryant.Vísir/Getty„Kobe var minn Jordan," segir Paul George, leikmaður Indiana, en hann var aðeins sex ára er Kobe kom inn í deildina. Fjölmargir aðrir NBA-leikmenn taka í sama streng. Kobe var þeirra Jordan. Heil kynslóð körfuboltamanna er að kveðja átrúnaðargoðið sitt. „Það má vel vera að hann hafi ekki verið eins góður og Jordan en ég ólst upp við að horfa á hann vinna titla og dást að honum. Svo fór ég út að æfa mig og ímynda mér að ég væri Kobe. Hann hafði mikil áhrif á mig og marga fleiri.“ Það hefur verið búist við þessari yfirlýsingu frá Kobe í langan tíma. Flestir vissu að þetta yrði hans kveðjutímabil. Það hefur líka komið á daginn að hann tók ákvörðun fyrir þó nokkru síðan. Meiðsli hafa tekið sinn toll af honum síðustu ár og hann er kominn á endastöð.Vísir/GettyRæddi málið við Jordan Einn af fyrstu mönnunum sem fengu að vita af ákvörðun hans var sjálfur Michael Jordan. Maðurinn sem Kobe leit upp til og tók svo við keflinu af. „Ég spurði Michael hvenær maður vissi að tíminn væri kominn. Við veltum því fram og til baka. Hlógum mikið,“ segir Kobe er hann rifjar upp samtalið við Jordan síðasta sumar. „Hann sagði mér síðan bara að njóta tímabilsins. Sama hvernig gengi skyldi ég njóta þess að spila körfubolta. Ég mætti ekki láta neinn skemma fyrir mér. Bara njóta.“ Það er nákvæmlega það sem Kobe Bean Bryant ætlar að reyna að gera næstu mánuði. Svo lengi sem heilsan leyfir. NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
„Kæri körfubolti. Frá deginum sem ég fór að gera körfubolta úr sokkum föður míns og skjóta ímynduðum sigurkörfum í Forum-höllinni hef ég vitað að eitt var raunverulegt. Ég varð ástfanginn af þér.“ Svona hefst ljóðið hans Kobe Bryant sem hann sendi út aðfaranótt mánudags til þess að láta heiminn vita að núverandi tímabil verði hans svanasöngur í NBA-deildinni. „Ég byrjaði að hlaupa. Ég hljóp fram og aftur völlinn. Þú fórst fram á mitt besta en ég gaf þér hjarta mitt,“ heldur Kobe áfram í þessu dramatíska ljóði sem eðlilega hefur vakið mikla athygli. Enginn er eilífur og tíminn nær öllum að lokum. Líka hinum 37 ára gamla Kobe Bean Bryant. „Hjarta mitt getur tekið við höggunum. Hugur minn ræður við álagið en líkaminn veit að það er kominn tími til að kveðja. Það er í fínu lagi því ég er tilbúinn að sleppa takinu,“ stendur enn fremur í ljóðinu góða.Vísir/GettySleppti háskólanum Kobe var að drífa sig er hann var ungur maður. Tók áhættuna og hoppaði aðeins 18 ára gamall úr framhaldsskóla í NBA-deildina. Sleppti því að fara í háskóla. Þetta síðasta tímabil hans í deildinni verður hans tuttugasta. Uppskeran á þessum 20 árum er ansi ríkuleg. Fimm NBA-titlar, tvö Ólympíugull og ótal einstaklingsverðlaun svo fátt eitt sé talið. Hann er líka þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem hefur náð 20 árum með sama félaginu. Kobe var valinn 13. í nýliðavalinu af Charlotte Hornets. Félagið hafði svo ekki trú á honum og skipti við LA Lakers sem tók á móti honum fegins hendi. Fyrir það er Kobe þakklátur í dag.Vísir/GettyMaðurinn sem seldi deildina Kobe var að mörgu leyti bjargvættur fyrir NBA-deildina í mörg ár sem var í smá krísu eftir að Michael Jordan hafði lagt skóna á hilluna. Þá vantaði andlit með deildinni. Kobe var brúin fyrir NBA yfir að LeBron James, Kevin Durant og Stephen Curry. Vissulega voru fleiri frábærir leikmenn í deildinni á þeim tíma sem stjarna Kobe skein hvað skærast en hann var sá leikmaður sem seldi flesta aðgöngumiða og treyjur. Það vildu allir sjá Kobe Bryant spila. Úrslitaeinvígi Lakers og Detroit Pistons árið 2004 fékk mest sjónvarpsáhorf síðan Jordan var síðast í úrslitum árið 1998. Á árunum 2000 til 2010 eru fjögur úrslitaeinvígi með virkilega gott áhorf. Þau hafa einn samnefnara – Kobe Bryant.Vísir/Getty„Kobe var minn Jordan," segir Paul George, leikmaður Indiana, en hann var aðeins sex ára er Kobe kom inn í deildina. Fjölmargir aðrir NBA-leikmenn taka í sama streng. Kobe var þeirra Jordan. Heil kynslóð körfuboltamanna er að kveðja átrúnaðargoðið sitt. „Það má vel vera að hann hafi ekki verið eins góður og Jordan en ég ólst upp við að horfa á hann vinna titla og dást að honum. Svo fór ég út að æfa mig og ímynda mér að ég væri Kobe. Hann hafði mikil áhrif á mig og marga fleiri.“ Það hefur verið búist við þessari yfirlýsingu frá Kobe í langan tíma. Flestir vissu að þetta yrði hans kveðjutímabil. Það hefur líka komið á daginn að hann tók ákvörðun fyrir þó nokkru síðan. Meiðsli hafa tekið sinn toll af honum síðustu ár og hann er kominn á endastöð.Vísir/GettyRæddi málið við Jordan Einn af fyrstu mönnunum sem fengu að vita af ákvörðun hans var sjálfur Michael Jordan. Maðurinn sem Kobe leit upp til og tók svo við keflinu af. „Ég spurði Michael hvenær maður vissi að tíminn væri kominn. Við veltum því fram og til baka. Hlógum mikið,“ segir Kobe er hann rifjar upp samtalið við Jordan síðasta sumar. „Hann sagði mér síðan bara að njóta tímabilsins. Sama hvernig gengi skyldi ég njóta þess að spila körfubolta. Ég mætti ekki láta neinn skemma fyrir mér. Bara njóta.“ Það er nákvæmlega það sem Kobe Bean Bryant ætlar að reyna að gera næstu mánuði. Svo lengi sem heilsan leyfir.
NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira