Boðuðu verkfalli í álverinu í Straumsvík frestað Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:50 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Samninganefnd starfsmanna í álverinu í Straumsvík hefur tekið ákvörðun um að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld. Er kjaradeilan áfram óleyst en samkvæmt heimildum Vísis var tekin sú ákvörðun að fresta verkfallinu vegna þess að ekki þótti raunverulegur samningsvilji fyrir hendi hjá eiganda álversins, Rio Tinto. Samkvæmt heimildum Vísis er starfsfólk álversins afar óánægt með þessa ákvörðun og íhugar uppsagnir. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samninganefndin sendi á starfsmenn álversins fyrr í kvöld en þar segir að það sé gagnslaust að halda verkfallinu til streitu í ljósi þess að ítrekað hafi komið fram hótanir um að álverinu verði lokað. Segir samninganefndin kröfu starfsfólksins hafa verið skýra. Var farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og var áréttað að í engum kjarasamningum hafi starfsmenn þurft að semja frá sér störf yfir í annað og lakara launa- og réttindakerfi. Segir í tilkynningunni til starfsmanna að kjarasamningur verkalýðsfélaganna við ISAL hafi tryggt fyrirtækinu meiri vinnufrið og stöðugt og gott aðgengi að starfsfólki. Því sé það starfsfólkinu þungbært að upplifa sig sem leiksoppa í hagsmunatafli RioTinto gegn launafólki víðs vegar um heiminn. Í tilkynningunni kemur fram að meginforsenda þess að verkföll skili árangri sé að báðir aðilir vilji ná samningi og að báðir aðilar hyggist halda starfsemi áfram. Segir jafnframt að þessar forsendur skorti að því er virðist af hálfu Ríó Tintó. Þá er því haldið fram að ýmislegt sé á huldu um raunverulega tilætlan Ríó Tintó en í tilkynningunni kemur fram að flest virðist þó að mati verkaðlýðsfélaganna benda til að tilgangur þeirra sé að ná einhvers konar samningsstöðu gagnvart íslenskum stjórnvöldum eða að komast hjá því að bera sjálfir ábyrgð á ákvörðunum sínum um framtíð álversins í Straumsvík.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. 1. desember 2015 21:00