Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2015 13:26 Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira