Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 17:24 Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í pistli á heimasíðu félagsins að ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. Þá segir hann ýmislegt hafa komið fram í deilunni „sem við sem samfélag verðum að skoða mjög alvarlega.“ Að mati Guðmundar snýst málið ekki bara um kaup og störf þeirra sem starfa hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi heldur telur hann að fyrirtækið geti hugsanlega valdið efnahagslegum skaða fyrir samfélagið allt. „Við stóðum frammi fyrir alþjóðlegum auðhring þar sem álverið í Straumsvík og málefni þess eru vasapeningar fyrir þessa aðila sem reka og stjórna Rio Tinto og horfa aðeins á ársfjórðungsuppgjör fyrir hluthafa og bónusana sína. Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur. Þetta er líka nýr veruleiki fyrir okkur sem samfélag, sem hefur verið að þróast mjög hratt vegna stöðu efnahagsmála heimsins. Þessi alþjóðafyrirtæki hugsa eingöngu í gróða og inn í þeim hugsunum rúmast ekki afleiðingar gjörða þeirra á samfélög og einstaklinga.“ Guðmundur segir þetta ekki hafa verið spurningu um að fara í verkfall, sjá svo fyrir að það yrði samið og fyrirtækið færi aftur í rekstur. Þvert á móti hafi menn staðið frammi fyrir því að fyrirtækinu yrði lokað, en pistil Guðmundar má lesa í heild sinni hér.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09