Uppbygging heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Í fjölda ára hefur verið að fjara undan heilsugæslu á Íslandi. Mönnunarskortur lækna er á landsvísu og leigulæknar fylla skarðið í öllum landshlutum. Loksins eru jákvæð teikn á lofti um uppbyggingu heilsugæslunnar. Eftir margra ára niðurskurð er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að fá nokkuð aukin fjárframlög á næsta ári. Ráðgert er að fjölga verulega sálfræðingum í heilsugæslunni á næstu árum. Verið er að þróa gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að fjármagnið fari þangað sem þörfin er mest til þess að styrkja opinbert velferðarkerfi. Þetta kerfi byggir á fjölmörgum þáttum og notaður verður ACG greiningaflokkari frá Johns Hopkins háskólanum. Með þessu er verið að færa gæða- og fjármögnunarmódel heilsugæslunnar í að vera með þeim fremstu á heimsvísu. Skráningarmál verða bætt og gæðahvatar settir inn í kerfið. Í dag er staðan sú að verið er að greiða fyrir heilsugæslu á fjóra ólíka vegu á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að samræma þetta betur og koma á miðlægri skráningu skjólstæðinga. Ráðgert er að opna nýjar heilsugæslur þar sem starfsmenn eiga og reka stöðvarnar, líkt og er í dag á Heilsugæslunni Lágmúla og Heilsugæslunni Salahverfi. Okkur vantar sárlega fleiri lækna inn í heilsugæsluna, bæði aftur heim og í sérnámið. Von er til að svo verði með þessum breytingum. Undanfarið hafa birst greinar um einkavæðingu heilsugæslunnar og meðal annars vísað á Bandaríkin. Í sumum þessum greinum hefur borið á þekkingarleysi eða að greinahöfundar virðast vera að afvegaleiða umræðuna. Stundum er vísað í norrænar fyrirmyndir, en þar erum við eftirbátar. Við erum með kerfi þar sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar geta starfað sjálfstætt með samningi við Sjúkratryggingar. Þetta hefur meðal annars orsakað að hlutfallslega fáir fara í heimilislækningar miðað við sérstaklega Noreg og Danmörku. Þar hafa heimilislæknar starfað lengi sjálfstætt, en við erum í raun með öfugt kerfi miðað við þá. Í Svíþjóð var gerð kerfisbreyting 2007-2009 til þess að styrkja kerfið. Þar var samkeppni aukin og aukið frelsi til þess að starfa sjálfstætt. Rúmlega 200 nýjar heilsugæslur voru opnaðar í Svíþjóð. Sjálfstætt starfandi heilsugæslur hafa staðið sig vel og styrkt kerfið. Þær hafa komið vel út í gæða- og þjónustukönnunum, sem hefur verið jákvæður hvati fyrir opinberar heilsugæslur. Sérnámslæknum í heimilislækningum í Gautaborg og nágrenni hefur fjölgað úr 176 í ársbyrjun 2009 í um 400 í dag. Ef við næðum þessum árangri myndi það þýða að við værum með 80 sérnámslækna, en þeir voru 37 samkvæmt síðustu upplýsingum. Sá fjöldi dugar vart til þess að fylla skarð þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Jákvæður árangur Hvað varðar árangur breytinganna í Svíþjóð þá hefur fjöldi stofnana þar gefið út skýrslur um árangurinn sem almennt er mjög jákvæður, en vissulega eru atriði sem má skoða og laga. Karolinska Universitet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú 1.205 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti haustið 2014 skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni). Þeir birtu 24 síðna skýrslu til þess að svara rangfærslum í skýrslunni. Ljóst er að breytinga er þörf á heilsugæslu hér á landi til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Skipulagsbreytingar og aukin fjármögnun spila þar stærstan þátt. Sjúkrahúsin sinna töluverðu af því sem heilsugæsla á að sinna í dag, en til þess að létta undir með þeim þarf að byggja heilsugæsluna upp. Þjóðhagslegur ávinningur þess er ótvíræður. Til þess að byggja heilsugæsluna upp eigum við að nýta fyrirmyndir frá öðrum norrænum ríkjum og er þessi kerfisbreyting skref í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjölda ára hefur verið að fjara undan heilsugæslu á Íslandi. Mönnunarskortur lækna er á landsvísu og leigulæknar fylla skarðið í öllum landshlutum. Loksins eru jákvæð teikn á lofti um uppbyggingu heilsugæslunnar. Eftir margra ára niðurskurð er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins að fá nokkuð aukin fjárframlög á næsta ári. Ráðgert er að fjölga verulega sálfræðingum í heilsugæslunni á næstu árum. Verið er að þróa gæða- og greiðslukerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að fjármagnið fari þangað sem þörfin er mest til þess að styrkja opinbert velferðarkerfi. Þetta kerfi byggir á fjölmörgum þáttum og notaður verður ACG greiningaflokkari frá Johns Hopkins háskólanum. Með þessu er verið að færa gæða- og fjármögnunarmódel heilsugæslunnar í að vera með þeim fremstu á heimsvísu. Skráningarmál verða bætt og gæðahvatar settir inn í kerfið. Í dag er staðan sú að verið er að greiða fyrir heilsugæslu á fjóra ólíka vegu á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að samræma þetta betur og koma á miðlægri skráningu skjólstæðinga. Ráðgert er að opna nýjar heilsugæslur þar sem starfsmenn eiga og reka stöðvarnar, líkt og er í dag á Heilsugæslunni Lágmúla og Heilsugæslunni Salahverfi. Okkur vantar sárlega fleiri lækna inn í heilsugæsluna, bæði aftur heim og í sérnámið. Von er til að svo verði með þessum breytingum. Undanfarið hafa birst greinar um einkavæðingu heilsugæslunnar og meðal annars vísað á Bandaríkin. Í sumum þessum greinum hefur borið á þekkingarleysi eða að greinahöfundar virðast vera að afvegaleiða umræðuna. Stundum er vísað í norrænar fyrirmyndir, en þar erum við eftirbátar. Við erum með kerfi þar sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar geta starfað sjálfstætt með samningi við Sjúkratryggingar. Þetta hefur meðal annars orsakað að hlutfallslega fáir fara í heimilislækningar miðað við sérstaklega Noreg og Danmörku. Þar hafa heimilislæknar starfað lengi sjálfstætt, en við erum í raun með öfugt kerfi miðað við þá. Í Svíþjóð var gerð kerfisbreyting 2007-2009 til þess að styrkja kerfið. Þar var samkeppni aukin og aukið frelsi til þess að starfa sjálfstætt. Rúmlega 200 nýjar heilsugæslur voru opnaðar í Svíþjóð. Sjálfstætt starfandi heilsugæslur hafa staðið sig vel og styrkt kerfið. Þær hafa komið vel út í gæða- og þjónustukönnunum, sem hefur verið jákvæður hvati fyrir opinberar heilsugæslur. Sérnámslæknum í heimilislækningum í Gautaborg og nágrenni hefur fjölgað úr 176 í ársbyrjun 2009 í um 400 í dag. Ef við næðum þessum árangri myndi það þýða að við værum með 80 sérnámslækna, en þeir voru 37 samkvæmt síðustu upplýsingum. Sá fjöldi dugar vart til þess að fylla skarð þeirra sem fara á eftirlaun á næstu árum. Jákvæður árangur Hvað varðar árangur breytinganna í Svíþjóð þá hefur fjöldi stofnana þar gefið út skýrslur um árangurinn sem almennt er mjög jákvæður, en vissulega eru atriði sem má skoða og laga. Karolinska Universitet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú 1.205 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti haustið 2014 skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni). Þeir birtu 24 síðna skýrslu til þess að svara rangfærslum í skýrslunni. Ljóst er að breytinga er þörf á heilsugæslu hér á landi til þess að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Skipulagsbreytingar og aukin fjármögnun spila þar stærstan þátt. Sjúkrahúsin sinna töluverðu af því sem heilsugæsla á að sinna í dag, en til þess að létta undir með þeim þarf að byggja heilsugæsluna upp. Þjóðhagslegur ávinningur þess er ótvíræður. Til þess að byggja heilsugæsluna upp eigum við að nýta fyrirmyndir frá öðrum norrænum ríkjum og er þessi kerfisbreyting skref í þá átt.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun