Mamma Almars: „Ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2015 21:42 Maður vikunnar er án ef 23 ára gamli myndlistarneminn Almar Atlason sem ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í heila viku. Almar fór í kassann á mánudag og hefur um fátt annað verið rætt á samfélagsmiðlum en veru hans í þessum kassa sem er streymt í beinni útsendingu á myndbandavefnum YouTube. Ísland í dag fór og heilsaði upp á Almar í kvöld og ræddi meðal annars við móður hans Katrínu Friðriksdóttur sem sagðist stolt af syni sínu. „Hann er hugmyndaríkur og skapandi drengur sem kýs að fara sínar eigin leiðir.“ Spurð hvort hún hafi áhyggjur af stráknum sínum svaraði hún: Já, ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur af allskonar praktískum atriðum eins og hvort honum sé kalt, hvort honum líði ekki nógu vel. En það er partur af þessu, að vera mamman,“ sagði Katrín. Hún færði honum vatn í kvöld og sagði þetta vera í annað skiptið sem hún heilsar upp á Almar. Ísland í dag ræddi einnig við vinkonu Almars, Elínu Elísabetu Einarsdóttur, sem sagði umræðuna á veraldarvefnum um Almar vera mestan part skemmtilega en svo séu að sjálfsögðu furðulegar umræður inn á milli þar sem athyglin beinist einna helst að þeirri staðreynd að Almar er nakin. Móðir Almars tók undir það. „Athyglin snýst svolítið mikið um kúk og piss og nekt,“ sagði Katrín sem sagðist ekki hafa fylgst mikið með umræðunni en sjálfsagt tæki hún margt því sem sagt er um Almar inn á sig ef hún fylgdist betur með. Elín Elísabet færði Almari gulrætur og mandarínur í kvöld og fagnaði móðir hans því. „Ég hef bara séð hann borða snakk þegar ég hef kíkt á hann,“ sagði hún glettin að lokum.#nakinnikassa Tweets Bein útsending Ísland í dag Menning Tengdar fréttir Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30 Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Svona baðar þú þig ef þú ert fastur í glerkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 14:40 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Maður vikunnar er án ef 23 ára gamli myndlistarneminn Almar Atlason sem ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í heila viku. Almar fór í kassann á mánudag og hefur um fátt annað verið rætt á samfélagsmiðlum en veru hans í þessum kassa sem er streymt í beinni útsendingu á myndbandavefnum YouTube. Ísland í dag fór og heilsaði upp á Almar í kvöld og ræddi meðal annars við móður hans Katrínu Friðriksdóttur sem sagðist stolt af syni sínu. „Hann er hugmyndaríkur og skapandi drengur sem kýs að fara sínar eigin leiðir.“ Spurð hvort hún hafi áhyggjur af stráknum sínum svaraði hún: Já, ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur af allskonar praktískum atriðum eins og hvort honum sé kalt, hvort honum líði ekki nógu vel. En það er partur af þessu, að vera mamman,“ sagði Katrín. Hún færði honum vatn í kvöld og sagði þetta vera í annað skiptið sem hún heilsar upp á Almar. Ísland í dag ræddi einnig við vinkonu Almars, Elínu Elísabetu Einarsdóttur, sem sagði umræðuna á veraldarvefnum um Almar vera mestan part skemmtilega en svo séu að sjálfsögðu furðulegar umræður inn á milli þar sem athyglin beinist einna helst að þeirri staðreynd að Almar er nakin. Móðir Almars tók undir það. „Athyglin snýst svolítið mikið um kúk og piss og nekt,“ sagði Katrín sem sagðist ekki hafa fylgst mikið með umræðunni en sjálfsagt tæki hún margt því sem sagt er um Almar inn á sig ef hún fylgdist betur með. Elín Elísabet færði Almari gulrætur og mandarínur í kvöld og fagnaði móðir hans því. „Ég hef bara séð hann borða snakk þegar ég hef kíkt á hann,“ sagði hún glettin að lokum.#nakinnikassa Tweets Bein útsending
Ísland í dag Menning Tengdar fréttir Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30 Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Svona baðar þú þig ef þú ert fastur í glerkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 14:40 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30
Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13
Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39
Svona baðar þú þig ef þú ert fastur í glerkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 14:40