Sænska ríkisstjórnin reiðubúin að loka Eyrarsundsbrúnni Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 11:58 Eyrarsundsbrúin tengir saman Kaupmannahöfn og Malmö. Vísir/Getty Hert eftirlit sænsku lögreglunnar sem boðað er í rútum og lestum sem fara yfir Eyrarsundsbrúna hefur sætt mikilli gagnrýni. Sænska ríkisstjórnin virðist þó reiðubúin að ganga mun lengra til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins með því að eiga möguleika á að loka Eyrarsundsbrúnni. Þetta kemur fram í drögum að lagabreytingum ríkisstjórnarinnar sem Dagens Industri segir frá. Lestarfélagið SJ hefur greint stjórnvöldum frá því að allri lestarumferð yfir brúna verði stöðvuð, verði eftirlitið tekið upp. Sömuleiðis varar Skånetrafiken, sem sér um reglulegar lestarferðir milli Sjálands og Skánar, við að um klukkustunda seinkun gæti orðið á ferðum. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar kemur fram að nokkuð hafi dregið úr flóttamannastraumnum til Svíþjóðar eftir að landamæraeftirlit var tekið upp. Það dugi þó ekki til. Segir að fjöldi hælisumsókna sé enn slíkur að það kunni að vera ógn við almannaheill og innra öryggi í landinu. Lagabreytingarnar, sem eiga að gilda í þrjú ár, heimila yfirvöldum ekki einungis að herða eftirlit í rútum, lestum og ferjum, heldur einnig að loka vegum og brúum. Þúsundir flóttamanna hafa komið til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna síðustu mánuði. „Eyrarsundsbrúnin er ein af mikilvægustu og umferðarþyngstu tengingunum við annað land, Danmörk. Tímabundin lokun á brúnni kann að vera enn ein aðgerð til að minnka áhættu að mikill straumur hælisleitenda ógni almannaheill og innra öryggi,“ segir í greinargerðinni. Flóttamenn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Hert eftirlit sænsku lögreglunnar sem boðað er í rútum og lestum sem fara yfir Eyrarsundsbrúna hefur sætt mikilli gagnrýni. Sænska ríkisstjórnin virðist þó reiðubúin að ganga mun lengra til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins með því að eiga möguleika á að loka Eyrarsundsbrúnni. Þetta kemur fram í drögum að lagabreytingum ríkisstjórnarinnar sem Dagens Industri segir frá. Lestarfélagið SJ hefur greint stjórnvöldum frá því að allri lestarumferð yfir brúna verði stöðvuð, verði eftirlitið tekið upp. Sömuleiðis varar Skånetrafiken, sem sér um reglulegar lestarferðir milli Sjálands og Skánar, við að um klukkustunda seinkun gæti orðið á ferðum. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar kemur fram að nokkuð hafi dregið úr flóttamannastraumnum til Svíþjóðar eftir að landamæraeftirlit var tekið upp. Það dugi þó ekki til. Segir að fjöldi hælisumsókna sé enn slíkur að það kunni að vera ógn við almannaheill og innra öryggi í landinu. Lagabreytingarnar, sem eiga að gilda í þrjú ár, heimila yfirvöldum ekki einungis að herða eftirlit í rútum, lestum og ferjum, heldur einnig að loka vegum og brúum. Þúsundir flóttamanna hafa komið til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna síðustu mánuði. „Eyrarsundsbrúnin er ein af mikilvægustu og umferðarþyngstu tengingunum við annað land, Danmörk. Tímabundin lokun á brúnni kann að vera enn ein aðgerð til að minnka áhættu að mikill straumur hælisleitenda ógni almannaheill og innra öryggi,“ segir í greinargerðinni.
Flóttamenn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira