Útilokað að kjósa um nýja stjórnarskrá samhliða forsetakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2015 18:48 Frá fundi stjórnlagaráðs árið 2011. Vísir/Gva Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Útilokað er að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá geti farið fram samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem Alþingi er fallið á tíma. Forsætisráðherra segir það ekki skipta höfuðmáli hvort kosið verði um breytingar á öðrum tíma. Forseti Íslands sem annað hvort á eftir nokkra mánuði í embætti eða rúm fjögur ár hefur ekki farið í neinar grafgötur með að hann vill ekki að kosið verði um breytingar á stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í júní. Honum verður að ósk sinni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í morgun að eini möguleikinn á að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni samhliða forsetakosningum sé ef Alþingi samþykki breytingarnar fyrir 24. desember. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari til Birgittu að honum hafi heyrst það vera mat margra, ekki bara hennar, að það væri hæpið að það næðist að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum. „Og það er í sjálfu sér ekki alslæmt að menn gefi sér þann tíma sem þarf til að vinna þessar tillögur almennilega og haldi þá sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. Það hefur verið bent á það að það hafi ýmsa galla í för með sér að gera þetta samhliða forsetakosningum,“ sagði Sigmundur Davíð.Sérákvæði rennur úr gildi við lok kjörtímabilsSamkvæmt bráðabirgðaákvæði sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils er hægt að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing og boða til kosninga á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar hins vegar á tillögum frá stjórnarskrárnefnd. „Hún er búin að funda hvorki meira né minna en fimmtíu sinnum. Alltaf lokafundur núna síðustu mánuði. En alltaf kemur eitthvað babb í bátin hjá stjórnarflokkunum,“ segir Birgitta.Hvað þýðir þetta þá fyrir framgang málsins héðan í frá?„Þetta þýðir bara að þessar breytingar munu ekki koma til kasta þjóðar né þings á þessu kjörtímabili,“ segir Birgitta og bendir á að ekki sé einu sinni fjárveiting fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári í fjárlagafrumvarpinu. Birgitta segir að á næsta hausti verði aðeins eftir um 8 mánuðir af kjörtímabilinu og ekki muni ekki skorta mótbárur gegn þjóðaratkvæðagreiðslu liggi tillögur yfirleitt fyrir. „Þá munu koma alls konar raddir um að þetta sé of dýrt. Síðan mun verða gerð tilraun til að gera þetta samhliða þingkosningum (2017) og þá verður það of mikil truflun að hafa þetta samhliða. Þannig að það munu alltaf koma einhverjar afsakanir. Alveg eins og forseti lýðveldisins kom með bein tilmæli til til Alþingis um að það mætti ekki fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ segir Birgitta.Þá verður orðið mjög erfitt að breyta stjórnarskránni ef það tekst ekki á kjörtímabilinu?„Það er hárrétt og þess vegna held ég að það sé mjög mikilvægt að við, þjóðin, einhendum okkur í það eftir næstu kosningar að tryggja að við fáum þessa nýju stjórnarskrá sem þjóðin er búin að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Enda taki þær breytingar sem nú sé verið að ræða í stjórnarskrárnefnd aðeins á hluta stjórnarskrárinnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira