Gæti orðið láglaunasvæði með tímanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. desember 2015 22:15 Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns. Starfsmennirnir funduðu í dag með verkalýðfélögum sínum þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og stjórnenda álversins. Þungt hljóð var í þeim starfsmönnum sem fréttastofa ræddi við að loknum fundinum en enginn þeirra treysti sér í viðtal. „Fólkið er náttúrulega miður sín að það skuli ekki vera hægt að ganga frá kjarasamningi hérna fyrir það eins og er búið að semja á almennum markaði. En og við fáum náttúrulega gagnrýni á það að ljúka ekki samningi. En við erum ekki tilbúnir að ljúka samningi nema þá að við séum að auka launahækkanir til starfsmanna “, segirKolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Deilan strandar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Í dag starfa um 350 manns í álverinu en störfin sem hugsanlega verða boðin út gætu orðið allt að eitt hundrað. „Við erum náttúrulega með einn kjarasamning þarna og það er náttúrulega, við erum að semja fyrir alla starfsmenn sem eru undir kjarasamningnum. Við getum ekki verið að selja hluta af okkar fólki út. Og ef að menn fara að opna þetta hér varðandi fylgiskjalið og opna fyrir fleiri starfsmenn í öðrum hérna fyrirtækjum inn á svæðið þá eru menn eingöngu hérna að reyna að ná niður launakjörum. Og ég sé það fyrir mér þannig í framtíðinni að ef að þetta verður opnað þetta fylgiskjal að þá stefnir þetta í láglaunasvæði hérna með tímanum, “ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að verið sé að íhuga til hvaða aðgerða starfsfólkið geti gripið næst. „En við sjáum náttúrulega að það er hægt að fara eins og maður segir í hérna útflutningsbann. Yfirvinnubann var náttúrulega þarna reynt í sumar og það var að skila töluvert góðum árangri, “ segir Kolbeinn. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara. Kolbeinn segir starfsmennina verða af þeim launahækkunum sem náðst hafa á vinnumarkaðnum undanfarið á meðan deilan heldur áfram að vera í hnút. „Meðan að ÍSAL heldur sig alveg fast við það að hérna þeir séu ekki tilbúnir að skrifa undir samning nema opna verktakalýsinguna, að þá eru bara starfsmennirnir í biðstöðu og því miður þá er fólk að blæða fyrir það, “ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns. Starfsmennirnir funduðu í dag með verkalýðfélögum sínum þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og stjórnenda álversins. Þungt hljóð var í þeim starfsmönnum sem fréttastofa ræddi við að loknum fundinum en enginn þeirra treysti sér í viðtal. „Fólkið er náttúrulega miður sín að það skuli ekki vera hægt að ganga frá kjarasamningi hérna fyrir það eins og er búið að semja á almennum markaði. En og við fáum náttúrulega gagnrýni á það að ljúka ekki samningi. En við erum ekki tilbúnir að ljúka samningi nema þá að við séum að auka launahækkanir til starfsmanna “, segirKolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Deilan strandar á kröfu stjórnenda fyrirtækisins um að fá heimild til að bjóða út fleiri störf til verktöku. Það segja starfsmennirnir ekki koma til greina. Í dag starfa um 350 manns í álverinu en störfin sem hugsanlega verða boðin út gætu orðið allt að eitt hundrað. „Við erum náttúrulega með einn kjarasamning þarna og það er náttúrulega, við erum að semja fyrir alla starfsmenn sem eru undir kjarasamningnum. Við getum ekki verið að selja hluta af okkar fólki út. Og ef að menn fara að opna þetta hér varðandi fylgiskjalið og opna fyrir fleiri starfsmenn í öðrum hérna fyrirtækjum inn á svæðið þá eru menn eingöngu hérna að reyna að ná niður launakjörum. Og ég sé það fyrir mér þannig í framtíðinni að ef að þetta verður opnað þetta fylgiskjal að þá stefnir þetta í láglaunasvæði hérna með tímanum, “ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að verið sé að íhuga til hvaða aðgerða starfsfólkið geti gripið næst. „En við sjáum náttúrulega að það er hægt að fara eins og maður segir í hérna útflutningsbann. Yfirvinnubann var náttúrulega þarna reynt í sumar og það var að skila töluvert góðum árangri, “ segir Kolbeinn. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara. Kolbeinn segir starfsmennina verða af þeim launahækkunum sem náðst hafa á vinnumarkaðnum undanfarið á meðan deilan heldur áfram að vera í hnút. „Meðan að ÍSAL heldur sig alveg fast við það að hérna þeir séu ekki tilbúnir að skrifa undir samning nema opna verktakalýsinguna, að þá eru bara starfsmennirnir í biðstöðu og því miður þá er fólk að blæða fyrir það, “ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26 Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Formaður VM segir að ÍSAL hefði getað þvingað vilja sinn upp á verkalýðsfélögin ef byrjað hefði verið að keyra starfsemi álversins niður. 2. desember 2015 13:26
Rannveig Rist segir engin áform um að loka álverinu „Við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 12:27
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09
Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24