Bronsverðlaunahafinn á EM, Eygló Ósk Gústafsdóttir, heldur áfram að fara á kostum á EM í sundi í Ísrael.
Hún var mætt í laugina í morgun til þess að taka þátt í 200 metra baksundi og flaug inn í úrslitin með þriðja besta tímann.
Sjá einnig: Ég barðist við tárin á pallinum
Eygló Ósk synti á 2:03,96 mínútum sem er Íslandsmet. Hún bætti gamla metið um tæpa sekúndu. Úrslitasundið fer fram síðar í dag.
Miðað við þennan tíma er Eygló Ósk aftur líkleg til afreka í sundinu síðar í dag en hún varð í gær fyrst íslenskra kvenna til þess að vinna til verðlauna á EM.
Eygló flaug inn í úrslit með þriðja besta tímann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn